Svona lætur þú skeggið vaxa SIGGA DÖGG skrifar 24. janúar 2015 14:00 Hvernig er best að raka, það er spurningin. Vísir/Getty Fimm ráð til að hugsa um skeggið 1. Virkjaðu þolinmæðina, ekki raka eða snyrta skeggið í mánuð. Það tekur að lágmarki mánuð fyrir skeggið að vaxa almennilega svo þú fáir ágæta tilfinningu fyrir því hvernig skegg þú ert með. 2. Passaðu upp á húðina. Það eru til margar húðsnyrtivörur fyrir karlmenn og ekkert feimnismál að splæsa í gott rakakrem sem hentar þinni húðgerð, hvort sem hún er þurr, feit eða viðkvæm. 3. Berðu á þig rakakrem daglega. Sumir geta notað kókosolíu en hún er mjög nærandi og rakagefandi en leitaðu ráða hjá rakaranum þínum hvað hentar best þinni húðgerð. 4. Yfirstígðu kláðann og leggðu frá þér rakvélina. Vertu duglegur að þvo skeggið með mildri sápu, eða hársápunni sem þú notar reglulega, og berðu rakakrem á húðina og kláðinn ætti að minnka. 5. Nú hefur þú undirbúið húðina og safnað skeggi. Þá er að móta það eins og þér hentar. Það eru margir straumar í skeggtísku en núna er algengt að vera með þéttan, jafnvel síðan, skeggvöxt með fram kjálkalínunni en halda beinni línu fyrir neðan kinnbeinin. Þú getur beðið rakara um að móta línuna sem þú svo viðheldur heima fyrir. Heilsa Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið
Fimm ráð til að hugsa um skeggið 1. Virkjaðu þolinmæðina, ekki raka eða snyrta skeggið í mánuð. Það tekur að lágmarki mánuð fyrir skeggið að vaxa almennilega svo þú fáir ágæta tilfinningu fyrir því hvernig skegg þú ert með. 2. Passaðu upp á húðina. Það eru til margar húðsnyrtivörur fyrir karlmenn og ekkert feimnismál að splæsa í gott rakakrem sem hentar þinni húðgerð, hvort sem hún er þurr, feit eða viðkvæm. 3. Berðu á þig rakakrem daglega. Sumir geta notað kókosolíu en hún er mjög nærandi og rakagefandi en leitaðu ráða hjá rakaranum þínum hvað hentar best þinni húðgerð. 4. Yfirstígðu kláðann og leggðu frá þér rakvélina. Vertu duglegur að þvo skeggið með mildri sápu, eða hársápunni sem þú notar reglulega, og berðu rakakrem á húðina og kláðinn ætti að minnka. 5. Nú hefur þú undirbúið húðina og safnað skeggi. Þá er að móta það eins og þér hentar. Það eru margir straumar í skeggtísku en núna er algengt að vera með þéttan, jafnvel síðan, skeggvöxt með fram kjálkalínunni en halda beinni línu fyrir neðan kinnbeinin. Þú getur beðið rakara um að móta línuna sem þú svo viðheldur heima fyrir.
Heilsa Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið