Sumir hafa unun af því að gera ljótt Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Láki jarðálfur átti foreldrana Snjáka og Snjáku. Þau hófu alla sína daga á því að lýsa því yfir að þann daginn ætluðu þau að bara að gera það sem teldist reglulega ljótt. Hvöttu þau son sinn til að gera slíkt hið sama svo að hann gæti orðið reglulega stór og ljótur jarðálfur, eins og pabbi hans. Einhverra hluta vegna koma þessar persónur barnabókmenntanna upp í hugann þegar fregnir berast af framferði borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík. Nýjasta afrek borgarfulltrúa flokksins, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur (sem vel að merkja komust til áhrifa með fordómahjali í garð múslima á Íslandi í tengslum við byggingu mosku í Reykjavík) er að skipa Gústaf Níelsson, alræmdan fordómapúka úr röðum sjálfstæðismanna, varamann í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þeirri kenningu hefur heyrst fleygt að um hannaða atburðarás sé að ræða til þess að forystumenn í flokknum geti stokkið fram og fordæmt skipanina, með svipuðum hætti og forysta Sjálfstæðisflokksins brást við í síðustu viku þegar Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni flokksins, varð á að opinbera eigin fordóma. Mannorð flokksins í borginni sé þegar svo laskað að ekki skipti máli þótt þar bætist við ein syndin enn. Þessi kenning er hins vegar líklega röng og ástæða til að hrósa því forystufólki Framsóknar sem í gær steig fram og lét í sér heyra, þar á meðal Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem sögðu skipan Gústafs í þessa stöðu varamanns óásættanlega og hana bæri að afturkalla. Og svo Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, sem greindi frá því að hann hefði tekið málið upp við fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í gær. Í kjölfarið var skipan Gústafs dregin til baka og sneypuförin öll líklega frekar til marks um einangrun og dómgreindarleysi fulltrúa framboðsins í Reykjavík. Að þar á bæ telji jaðarsettir fulltrúarnir sig í stöðu til þess að gera bara hvaða vitleysu sem er til þess eins að vekja umtal og flagga sínum furðuskoðunum og fordómum. Að forystan Framsóknar og flugvallarvina í borginni vakni upp með þá hugsun í kollinum á hverjum morgni að í dag ætli þær að gera eitthvað reglulega ljótt. Það er hins vegar raunverulegt áhyggjuefni hversu margir virtust tilbúnir til þess að verja þennan heimskugjörning Framsóknar og flugvallarvina, því á samfélagsmiðlum mátti í gær víða sjá enduróm fordóma og hræðslu við útlendinga. Uppgangur mannhaturs og fordóma hér á landi, líkt og víðar í Evrópu, virðist staðreynd og það vekur ugg. En hver veit, kannski á eitthvað gott eftir að koma út úr þessu öllu saman. Þeir sem þekkja söguna um Láka muna að þótt hann hafi byrjað sem jarðálfur sem unun hafði af því að hrekkja aðra, þá komst hann til nokkurs þroska og breyttist á endanum í dreng sem vissi að betra væri að reyna að láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Gústaf ekki vonsvikinn: „Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín“ Segir djöfulganginn slíkan í kringum skipan hans að það sæti undrun 21. janúar 2015 12:33 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Láki jarðálfur átti foreldrana Snjáka og Snjáku. Þau hófu alla sína daga á því að lýsa því yfir að þann daginn ætluðu þau að bara að gera það sem teldist reglulega ljótt. Hvöttu þau son sinn til að gera slíkt hið sama svo að hann gæti orðið reglulega stór og ljótur jarðálfur, eins og pabbi hans. Einhverra hluta vegna koma þessar persónur barnabókmenntanna upp í hugann þegar fregnir berast af framferði borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík. Nýjasta afrek borgarfulltrúa flokksins, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur (sem vel að merkja komust til áhrifa með fordómahjali í garð múslima á Íslandi í tengslum við byggingu mosku í Reykjavík) er að skipa Gústaf Níelsson, alræmdan fordómapúka úr röðum sjálfstæðismanna, varamann í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þeirri kenningu hefur heyrst fleygt að um hannaða atburðarás sé að ræða til þess að forystumenn í flokknum geti stokkið fram og fordæmt skipanina, með svipuðum hætti og forysta Sjálfstæðisflokksins brást við í síðustu viku þegar Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni flokksins, varð á að opinbera eigin fordóma. Mannorð flokksins í borginni sé þegar svo laskað að ekki skipti máli þótt þar bætist við ein syndin enn. Þessi kenning er hins vegar líklega röng og ástæða til að hrósa því forystufólki Framsóknar sem í gær steig fram og lét í sér heyra, þar á meðal Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem sögðu skipan Gústafs í þessa stöðu varamanns óásættanlega og hana bæri að afturkalla. Og svo Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, sem greindi frá því að hann hefði tekið málið upp við fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í gær. Í kjölfarið var skipan Gústafs dregin til baka og sneypuförin öll líklega frekar til marks um einangrun og dómgreindarleysi fulltrúa framboðsins í Reykjavík. Að þar á bæ telji jaðarsettir fulltrúarnir sig í stöðu til þess að gera bara hvaða vitleysu sem er til þess eins að vekja umtal og flagga sínum furðuskoðunum og fordómum. Að forystan Framsóknar og flugvallarvina í borginni vakni upp með þá hugsun í kollinum á hverjum morgni að í dag ætli þær að gera eitthvað reglulega ljótt. Það er hins vegar raunverulegt áhyggjuefni hversu margir virtust tilbúnir til þess að verja þennan heimskugjörning Framsóknar og flugvallarvina, því á samfélagsmiðlum mátti í gær víða sjá enduróm fordóma og hræðslu við útlendinga. Uppgangur mannhaturs og fordóma hér á landi, líkt og víðar í Evrópu, virðist staðreynd og það vekur ugg. En hver veit, kannski á eitthvað gott eftir að koma út úr þessu öllu saman. Þeir sem þekkja söguna um Láka muna að þótt hann hafi byrjað sem jarðálfur sem unun hafði af því að hrekkja aðra, þá komst hann til nokkurs þroska og breyttist á endanum í dreng sem vissi að betra væri að reyna að láta gott af sér leiða.
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02
Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40
Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44
Gústaf ekki vonsvikinn: „Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín“ Segir djöfulganginn slíkan í kringum skipan hans að það sæti undrun 21. janúar 2015 12:33