Óstöðugleikinn virðist í spilunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Nýgerðir kjarasamningar við lækna og ólga á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga eru birtingarmynd þeirrar lokuðu stöðu sem efnahagslífi landsins hefur verið komið í. Um leið má segja að komin sé fram vísbending um yfirvofandi afturhvarf til gamalkunnugra aðstæðna. Sá stöðugleiki sem ráðamönnum og talsmönnum atvinnurekenda er tíðrætt um er nefnilega svikalogn og ljóst að landið stefnir hraðbyri í átt til aukins óstöðugleika, að stórum hluta í boði gjaldmiðilsins sem gagnast fáum og er baggi á flestum. Innan hafta þróast hér atvinnulíf smám saman í átt til aukinnar fábreytni. Sú stoð sem bæst hefur við atvinnulífið er ferðaþjónusta, en þar eru laun lág og veikt gengi krónu raunar forsenda uppgangs í þeim geira. Vaxtarmöguleikar í landbúnaði og sjávarútvegi eru takmarkaðir, sem og í tengslum við stóriðju. Og innan hafta skerðast möguleikar upplýsingatæknifyrirtækja til vaxtar. Stöðugleikinn sem landsmenn hafa búið við síðustu misseri er hins vegar til kominn vegna haftanna. Gengi krónunnar er haldið stöðugu og um leið dregur úr verðbólgu. Ástandið er hins vegar brothætt og komið að ákveðnum vatnaskilum. Sættir fólk sig við að stéttir í lykilstöðu þegar kemur að grunnþjónustu, eða atvinnuvegum sem grætt hafa á höftum sigli fram úr hinum í kjörum? Eða má búast við að fólk (og verkalýðsfélög) spyrni fótum við þróun til aukinnar misskiptingar og berjist fyrir sambærilegum hækkunum yfir línuna? Kannski þá hækkunum sem takmörkuð innistæða er fyrir með ávísun á gengisfall og aukna verðbólgu (og þá um leið með hækkandi verðtryggðum skuldum og aukinni vaxtapíningu í boði Seðlabankans). Mögulega er komið að því að dragi úr haftaskjólinu og næða taki um efnahagslífið í auknum mæli. Líklega er þá líka tímabært að skrúfa niður höftin, líkt og boðað hefur verið að gera eigi á þessu ári og stíga ákveðnari skref inn í umhverfi „þjóðhagsvarúðarreglna“ Seðlabankans. Um leið virðist umhverfið gamalkunnugt og vandséð hvernig verja eigi hér stöðugleika. Langavitleysa í sveiflukenndu hagkerfi, þar sem gjaldmiðillinn ýtir undir og er sjálfstæður sveifluvaldur, er hafin á ný. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddi nýverið mikilvægi stöðugleikans á kynningarfundi SA í aðdraganda kjarasamninga. Hann benti réttilega á að miklar sveiflur efnahagslífsins hafi hér dregið úr getu fyrirtækja til að hámarka afkomu sína og bæta rekstur. Í óstöðugu umhverfi er nefnilega ekki hægt að gera áætlanir til lengri tíma. Stöðugt er verið að bregðast við og redda hlutum fyrir horn. Lausnin virðist augljós, því vandséð er að stöðugleikinn komi innan frá, og alls ekki með krónu. Hér þarf nýjan gjaldmiðil sem hefur það bakland sem þarf til að tryggja stöðugleika hans og þar með efnahagslífsins. Með þeim stöðugleika sem aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu hefði í för með sér verður að teljast líklegt að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf fengi blómstrað sem aldrei fyrr. Óráð væri að brenna allar brýr að baki sér í samningaviðræðum við Evrópusambandið á meðan því hefur ekki verið svarað hvaða leið sé landinu farsælli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Nýgerðir kjarasamningar við lækna og ólga á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga eru birtingarmynd þeirrar lokuðu stöðu sem efnahagslífi landsins hefur verið komið í. Um leið má segja að komin sé fram vísbending um yfirvofandi afturhvarf til gamalkunnugra aðstæðna. Sá stöðugleiki sem ráðamönnum og talsmönnum atvinnurekenda er tíðrætt um er nefnilega svikalogn og ljóst að landið stefnir hraðbyri í átt til aukins óstöðugleika, að stórum hluta í boði gjaldmiðilsins sem gagnast fáum og er baggi á flestum. Innan hafta þróast hér atvinnulíf smám saman í átt til aukinnar fábreytni. Sú stoð sem bæst hefur við atvinnulífið er ferðaþjónusta, en þar eru laun lág og veikt gengi krónu raunar forsenda uppgangs í þeim geira. Vaxtarmöguleikar í landbúnaði og sjávarútvegi eru takmarkaðir, sem og í tengslum við stóriðju. Og innan hafta skerðast möguleikar upplýsingatæknifyrirtækja til vaxtar. Stöðugleikinn sem landsmenn hafa búið við síðustu misseri er hins vegar til kominn vegna haftanna. Gengi krónunnar er haldið stöðugu og um leið dregur úr verðbólgu. Ástandið er hins vegar brothætt og komið að ákveðnum vatnaskilum. Sættir fólk sig við að stéttir í lykilstöðu þegar kemur að grunnþjónustu, eða atvinnuvegum sem grætt hafa á höftum sigli fram úr hinum í kjörum? Eða má búast við að fólk (og verkalýðsfélög) spyrni fótum við þróun til aukinnar misskiptingar og berjist fyrir sambærilegum hækkunum yfir línuna? Kannski þá hækkunum sem takmörkuð innistæða er fyrir með ávísun á gengisfall og aukna verðbólgu (og þá um leið með hækkandi verðtryggðum skuldum og aukinni vaxtapíningu í boði Seðlabankans). Mögulega er komið að því að dragi úr haftaskjólinu og næða taki um efnahagslífið í auknum mæli. Líklega er þá líka tímabært að skrúfa niður höftin, líkt og boðað hefur verið að gera eigi á þessu ári og stíga ákveðnari skref inn í umhverfi „þjóðhagsvarúðarreglna“ Seðlabankans. Um leið virðist umhverfið gamalkunnugt og vandséð hvernig verja eigi hér stöðugleika. Langavitleysa í sveiflukenndu hagkerfi, þar sem gjaldmiðillinn ýtir undir og er sjálfstæður sveifluvaldur, er hafin á ný. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddi nýverið mikilvægi stöðugleikans á kynningarfundi SA í aðdraganda kjarasamninga. Hann benti réttilega á að miklar sveiflur efnahagslífsins hafi hér dregið úr getu fyrirtækja til að hámarka afkomu sína og bæta rekstur. Í óstöðugu umhverfi er nefnilega ekki hægt að gera áætlanir til lengri tíma. Stöðugt er verið að bregðast við og redda hlutum fyrir horn. Lausnin virðist augljós, því vandséð er að stöðugleikinn komi innan frá, og alls ekki með krónu. Hér þarf nýjan gjaldmiðil sem hefur það bakland sem þarf til að tryggja stöðugleika hans og þar með efnahagslífsins. Með þeim stöðugleika sem aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu hefði í för með sér verður að teljast líklegt að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf fengi blómstrað sem aldrei fyrr. Óráð væri að brenna allar brýr að baki sér í samningaviðræðum við Evrópusambandið á meðan því hefur ekki verið svarað hvaða leið sé landinu farsælli.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun