Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 11:00 Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar Hrútar, gerir ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í lok ágúst. vísir/ernir „Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar. Eddan Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar.
Eddan Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“