Íslenski boltinn

Skúli Jón: Fer frekar heim en að spila í sænsku b-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson er uppalinn hjá KR.
Skúli Jón Friðgeirsson er uppalinn hjá KR. Vísir/Anton
Líkegra er heldur en ekki að knattspyrnumaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson snúi heim á þessu ári og spili þá líklega með KR í Pepsi-deild karla.

„Það þyrfti að koma upp eitthvert mjög gott dæmi ef ég á ekki að fara bara heim. Ég er aldrei á leiðinni í 1. deildina hérna úti. Þá kem ég frekar heim,“ segir Skúli Jón.

Varnarmaðurinn öflugi gekk í raðir Elfsborgar í Svíþjóð árið 2012 en fékk fá tækifæri með liðinu, meðal annars vegna meiðsla. Hann var á láni hjá Gefle á síðasta ári þar sem tækifærin voru einnig af skornum skammti.

„Það lítur út fyrir að ég sé á leiðinni heim. Það er allavega líklegra heldur en ekki,“ segir Skúli Jón og bætir við að hann sé bara búinn að tala við eitt lið hér heima.

Það er vitaskuld uppeldisfélag hans, KR, en það verða teljast ansi miklar líkur á að Skúli Jón klæðist hvítu og svörtu spili hann í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

„Við erum aðeins búnir að heyra hvorir í öðrum þannig það gæti alveg orðið þannig. Það er samt ekkert klárt á þessu stigi,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson sem varð Íslandsmeistari með KR 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×