Innlent

Segir forsetann ekki hafa farið því sérstakt boð hafi ekki borist

ingvar haraldsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson var ekki viðstaddur samstöðugönguna í París á sunnudag.
Ólafur Ragnar Grímsson var ekki viðstaddur samstöðugönguna í París á sunnudag. vísir/valli
„Ekki barst sérstakt boð til forseta Íslands heldur almenn orðsending til íslenskra stjórnvalda,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari aðspurður að því hvers vegna að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands hafi ekki tekið þátt í samstöðugögnu í París á sunnudag. Ísland var eitt ríkja í Vestur-Evrópu sem ekki sendi ráðamann í gönguna.

Örnólfur segir einnig að fáir þjóðhöfðingjar hafi verið viðstaddir athöfnina. „Þá var og ljóst að aðrir þjóðhöfðingjar Norðurlanda og flestra ríkja í Evrópu væru ekki fulltrúar landa sinna við athöfnina,“ segir Örnólfur.

Skrifstofu forseta Íslands barst bréf á föstudag frá sendiherra Frakka um að erlendum gestum væri boðið í gönguna, þar á meðal þeim er gegna æðstu embættum. Bréfið var einnig sent til forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar

Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni.

Saka leiðtoga um hræsni

Blaðamenn án landamæra segja suma þjóðarleiðtogana ekki hafa átt heima í göngunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×