Erlent

Áhyggjur af öryggi hafa aukist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn voru fljótir að húsinu sem hýsir ritstjórnarskrifstofur Morgenpost í Hamborg.
Slökkviliðsmenn voru fljótir að húsinu sem hýsir ritstjórnarskrifstofur Morgenpost í Hamborg. nordicphotos/afp
Kveikt var í ritstjórnarskrifstofum þýska dagblaðsins Morgenpost í Hamborg um helgina. Blaðið hafði endurbirt myndir úr Charlie Hebdo.

Árásin varð til þess að áhyggjur manna jukust af mótmælum í Dresden þar sem íslam í landinu er mótmælt. Þau mótmæli hafa farið fram vikulega frá því í haust og er óttast að átök geti brotist út vegna þeirra.

Eftir að sautján manns féllu fyrir hendi vígamanna í Frakklandi í síðustu viku hafa aftur vaknað upp spurningar um öryggismál á Vesturlöndunum.

„Ég hef miklar áhyggjur af því að vel undirbúnir ódæðismenn, eins og þeir í París, Brussel, Ástralíu eða Kanada geti látið til skarar skríða,“ sagði Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, í samtali við blaðið Bild am Sonntag í gær. Hann segir að í Þýskalandi séu um 260 múslimar sem séu taldir hættulegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×