Leiðrétting fyrir hvern? Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 10. janúar 2015 07:00 Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar