Hætt að horfa í kristalskúluna Rikka skrifar 9. janúar 2015 09:21 Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður. visir/stefan Það er á vissan hátt erfitt að lýsa Sigríði Heimisdóttur, einum farsælasta iðnhönnuði sem Ísland hefur alið. Hún er skemmtilegur og fjölbreyttur karakter sem teygir anga sína í margar ólíkar áttir en myndar samt á svo beinskeyttan og líflegan hátt eina heild. Daglegt líf hennar endurspeglar þessi karaktereinkenni þar sem að hún flakkar vikulega á milli Svíþjóðar, þar sem hún býr ein á sveitabæ og fær útrás fyrir ástríðu sína á hönnun sem þróunarstjóri smávöru hjá stórfyrirtækinu Ikea, og Íslands, nánar tiltekið Seltjarnarness þar sem hjarta hennar slær í faðmi barnanna.Listin togaði Sigríður, eða Sigga Heimis eins og hún er oftast kölluð, er uppalin á Seltjarnarnesi, gekk í Landakotsskóla og hélt þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. „Það var nú svo sem af gömlum fjölskylduvana að ég valdi það að fara í MR en þar lærði ég gríðarlegan námsaga sem átti eftir að nýtast mér síðar,“ segir hún. Í miðju náminu ákvað Sigga að fara sem skiptinemi til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til New Jersey. Þar sem Menntaskólinn í Reykjavík myndi ekki meta það nám sem hún færi í erlendis ákvað hún að velja það sem henni fannst allra skemmtilegast. „Ég valdi bara allt sem mér finnst skemmtilegt. Ég hafði verið í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá því að ég man eftir mér þannig að mér fannst liggja beinast við að sinna listinni og valdi mér áfanga í ljósmyndun, myndlist og menningu.“ Þó svo að það lægi í augum upp að Sigga fetaði lista- og hönnunarbrautina var það ekki fyrr en listakennari sem að hún kynntist í náminu hvatti hana til að stíga þau skref að hún tók þá stefnu. „Ég kynntist frábærum listakennara þarna úti sem kenndi mér margt og ég ber mikla virðingu fyrir. Hann spurði mig að því hvað tæki við þegar ég sneri aftur heim. Ég svaraði því að ég myndi klára menntaskólann og svo líklega fara í læknisfræði eða eitthvað slíkt. Hann hefur greinilega séð eitthvað annað í mér því að hann hristi hausinn og sagði með vissu í svip að það væri nú ekki leiðin sem ætti að liggja fyrir mér heldur væri það listin.“ Að skiptinemanámi loknu sneri Sigga aftur heim með hugmyndir um hönnunarnám í farteskinu. Hún kláraði menntaskólann og var svo bent á nám í iðnhönnun í Istituto Europeo di design í Mílanó á Ítalíu. „Á þessum tíma var fagið mjög ungt og alls ekki augljóst val af minni hálfu. Ég varð þó mjög spennt fyrir þessu og ákvað að skrá mig til leiks. Þar sem námið var kennt á ítölsku vildi ég undirbúa mig með því að fara í tungumálaskóla til Rómar um sumarið. Ég seldi bílinn minn til að fjármagna ferðina, þannig að þetta var ansi mikil fjárfesting og fórn fyrir mig á þessum tíma.“ Sigga hélt til Rómar strax um vorið og hóf nám í tungumálaskóla þar í borg. Námsefnið var kennt á ítölsku og ég vildi vera í stakk búin þegar skólinn hæfist þá um haustið.“Sigga með glerlíffærin sínÆvintýrið í Ikea Um haustið hélt Sigga svo til Mílanó þar sem stóð til að setjast á skólabekk. „Það var nú eitt,“ segir Sigga og hlær. „Þegar ég mætti til leiks þá hafði umsóknin mín eitthvað farið forgörðum. Ég var samt búin að fá pappíra um að ég hefði verið tekin inn í námið. Skólinn var fullsetinn af þeim þrjátíu nemendum sem teknir voru inn. Nú voru góð ráð dýr en ég er svo þrjósk að ég neitaði að fara af skrifstofunni fyrr en að ég fengi inngöngu enda voru þetta mistök af þeirra hálfu. Það varð svo úr að ég fékk að sjálfsögðu að hefja nám og var við það í fjögur ár.“ Að loknu námi kom hún aftur heim til Íslands og bjó hér í nokkur ár er hún dreif sig aftur út til Mílanó í meistaranám í iðnhönnuninni. Á samsýningu Siggu og fleiri Íslendinga í Kaupmannahöfn kom hönnunarstjóri Ikea að máli við hana og leist vel á þá hluti sem hún var að gera. Hann bauð henni vinnu hjá fyrirtækinu sem Sigga þáði og þá varð ekki aftur snúið. „Mér fnnst þetta mjög spennandi tækifæri enda Ikea stórt fyrirtæki. Á þeim tíma þótti það nú ekki það flottasta þar sem þeir stóðu fyrir fjöldaframleiðslu og hermdu eftir annarri hönnun. Það er löngu löngu liðinn tími. Í dag er styrkur Ikea gríðarlega mikill og þar er unnið mikið frumkvöðlastarf.“ Árið 2000 var Sigga fastráðin hjá Ikea. Á þessum tíma hannaði hún yfir þrjú hundruð hluti fyrir fyrirtækið en einnig sá hún um allt samstarf við hönnunarskóla í heiminum. „Mér fannst það æðislegt. Ég er búin að vera að byggja upp verkefni út um allan heim með hönnunarnemum og meðal annars á Íslandi. Þetta var mjög gefandi tími.“ Þó að Sigga kveddi Ikea í bili eftir átta ára starf átti hún þó eftir að snúa aftur af krafti í formi þróunarstjóra sem sér um yfirhönnun á smávörum sem fyrirtækið framleiðir.visir/stefanHinum megin við borðið Eftir átta ár hjá Ikea fannst Siggu tími til kominn að breyta til og sanka að sér nýrri reynslu. Henni var boðin staða hönnunarstjóra hjá Fritz Hansen sem framleiðir meðal annars húsgögn eftir Arne Jacobsen, Poul Kjaerholm og Hans J. Wegner. „Mér fannst þetta mjög spennandi tilhugsun og þáði starfið. Fram að þessu hafði ég verið meira í því að hanna sjálf og teikna en núna tók við hönnunarstjórnun fyrir einkamarkað og ég var komin hinum megin við borðið. Það hefur aldrei verið persónulegur metnaður hjá mér að tengja nafnið mitt við einhvern hlut enda er staðan þannig í dag að hönnunarteymi eru orðin algengari hjá fyrirtækjum. Mér finnst það miklu lógískara, það er aldrei ein manneskja sem kemur að hönnun. Þú ert alltaf með tæknimann með þér, innkaupaaðila sem finnur réttu verksmiðjuna fyrir þig og efnisfræðing sem leiðbeinir þér með réttu efnin, þannig að þetta er oftast samvinna margra aðila,“ segir Sigga. Sem hönnunarstjóri einkamarkaðarins sá okkar kona um að þróa nýjar vörur fyrir heimili sem endurspegluðu karakter og anda Fritz Hansen. „Þetta er 140 ára gamalt fyrirtæki sem er búið að búa til klassamublur og það var svo lærdómsríkt að fara frá Ikea sem framleiddi fyrir mikinn fjölda yfir í svona „high end“ þar sem verið var að vinna með ansi þröngan markað. Þetta var allt öðru vísi markaðssetning. Til dæmis eru alltaf vörur frá Fritz Hansen í James Bond-myndunum og þeir vilja tengja sig svona lúxusvörufyrirtækjum. Við sem unnum þarna fengum meira að segja svona „dress code“-leiðbeiningar sem var ólíkt því sem að ég átti að venjast hjá Ikea. Að loknum frábærum tveimur árum fann ég að ég hafði meiri áhuga á því að vinna með hinum almenna markaði,“ segir Sigga og bætir við að auk þess hafi henni fundist hún vera búin að læra það sem hún þurfti að læra hjá Fritz og tími til kominn að fá nýjan innblástur.Þrjú börn Siggu„Þá er ég bara mamma“ Á sama tíma og Sigga var í fullu starfi hjá Fritz Hansen og ferðaðist daglega á milli Kaupmannahafnar og Malmö, þar sem fjölskylda hennar bjó, kom í ljós að sonur hennar, sem þá var þriggja ára, var einhverfur. „Danir eru einhvern veginn þannig innréttaðir að þó að eitthvað sé að í einkalífinu þá mætirðu samt í vinnuna sem ég og gerði en varð til þess að ég missti af öllum læknafundum og þá fannst mér tími til kominn að endurskipuleggja líf mitt,“ segir Sigga. Það varð úr að Sigga ákvað að breyta til og stofnaði sitt eigið hönnunarfyrirtæki í Malmö og gat með því stýrt tíma sínum sjálf og sinnt fjölskyldunni um leið. Fljótlega ákvað Sigga svo að flytja heim til Íslands með fjölskylduna þar sem betri þjónustu fyrir son hennar var að finna hér á landi. „Ég er ótrúlega ánægð með heilbrigðiskerfið hérna á Íslandi þó svo að margir séu að kvarta og tala niður okkar aðstöðu hér. Við fluttum frá Svíþjóð til þess að fá þá aðstoð sem sonur minn fær í dag. Úti vorum við á endalausum biðlista til þess að komast á leikskóla en hér heima komst hann strax inn auk þess sem hann fékk stuðning þar. Í dag er hann í einhverfudeild í Langholtsskóla og þar blómstrar hann. Systkini hans eru alveg einstök bæði tvö og mjög þolinmóð við hann auk þess sem foreldrar mínir hafa veitt okkur mikinn stuðning, sérstaklega þegar ég er á þessu mikla flakki. Börnin mín þekkja í rauninni ekkert annað en þetta flakk en ég passa mig á því að þegar ég er með þeim þá er ég með þeim, þá er ég bara mamma.“ segir Sigga og bætir við að börnin séu þau sem hafi kennt henni það mikilvægasta í lífinu og sérstaklega það verkefni sem heilkenni miðsonar hennar er, bæði góðu og slæmu dagarnir. „Ég vil meina það að hann sé búinn að kenna mér meira en nokkuð annað í lífinu, eins og hann býður mér upp á margar áskoranir. Ég er búin að þroskast mikið í gegnum þetta ferli og tel mig betri manneskju eftir að ég fékk þetta verkefni í hendurnar, ég tek eftir miklu fleira í kringum mig sem ég áður valdi næstum því að líta fram hjá. Ég er miklu meðvitaðri um annað fólk og það að allir eru að glíma við einhverjar þrautir í lífi sínu, þær koma bara á mismunandi tíma og í mismunandi magni. Eitt besta ráð sem ég hef fengið var frá Stefáni Hreiðarssyni barnalækni, sem er búinn að vera mín stoð og stytta. en hann sagði mér að hætta að horfa í kristalskúluna, það er ekki hægt að sjá hvernig sonur minn verður ekki frekar en hvað annað. Þetta ráð hef ég haft að leiðarljósi í svo mörgu og lifi lífi mínu samkvæmt því.“Brothætt líffæri Sigga er fjölhæfur hönnuður og fær útrás fyrir ástríðu sína á mörgum sviðum. Fyrir nokkrum árum vakti hún mikla athygli fyrir glerlistaverk sem hún hannaði með góðan boðskap að leiðarljósi. „Ég er með hjartans mál, bókstaflega, sem ég byrjaði að vinna árið 2007. Þá fór ég að vinna með Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heiminum. Corning er bandarískt glerfyrirtæki sem framleiðir meðal annars glerið í iPhone-símana og fleiri flotta hluti. Þeir hafa alltaf unnið með glerlistamönnum en vildu bregða út af vananum og vinna með hönnuðum og ég var ein af þeim sem valin voru til þessa verkefnis. Ég fékk frjálsar hendur með mína hönnun en mig langaði að gera eitthvað einstakt. Ég fór í heimsókn til þeirra í Miami og fékk að blása gler með þeim í nokkra daga. Úr því kom svo hugmyndin að líffærunum enda eiga þau margt sameiginlegt með glerinu, geta bæði verið viðkvæm og sterk.“ Meðfram hönnuninni á líffærum fór Sigga að skoða heim líffæragjafa og þiggjanda og varð agndofa yfir því sem að hún sá og las um. Hún fann að með líffærunum gæti hún vakið athygli á þessum raunveruleika og jafnvel lagt lóð á vogarskálarnar. „Mér finnst svo gefandi að geta nýtt hönnun mína og menntun til þess að vekja athygli á einhverju sem skiptir verulegu máli fyrir þá sem þurfa á að halda. Hönnun vekur alltaf jafn mikinn áhuga hjá fólki, þetta er svona miðill án tals. Þú getur miðlað svo miklu og fengið fólk til þess að taka eftir einhverju með því að nota fallegt efni eða form en þá skiptir líka máli að vera með einhvern boðskap að baki eins og með líffærin.“ Núna í janúar stendur Sigga fyrir sýningu á glerlíffærunum í Hannesarholti og var þá hugmyndin að fá þá sem hafa þegið eða gefið líffæri til þess að segja frá sinni reynslu og með því vekja athygli á þessum heimi. Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira
Það er á vissan hátt erfitt að lýsa Sigríði Heimisdóttur, einum farsælasta iðnhönnuði sem Ísland hefur alið. Hún er skemmtilegur og fjölbreyttur karakter sem teygir anga sína í margar ólíkar áttir en myndar samt á svo beinskeyttan og líflegan hátt eina heild. Daglegt líf hennar endurspeglar þessi karaktereinkenni þar sem að hún flakkar vikulega á milli Svíþjóðar, þar sem hún býr ein á sveitabæ og fær útrás fyrir ástríðu sína á hönnun sem þróunarstjóri smávöru hjá stórfyrirtækinu Ikea, og Íslands, nánar tiltekið Seltjarnarness þar sem hjarta hennar slær í faðmi barnanna.Listin togaði Sigríður, eða Sigga Heimis eins og hún er oftast kölluð, er uppalin á Seltjarnarnesi, gekk í Landakotsskóla og hélt þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. „Það var nú svo sem af gömlum fjölskylduvana að ég valdi það að fara í MR en þar lærði ég gríðarlegan námsaga sem átti eftir að nýtast mér síðar,“ segir hún. Í miðju náminu ákvað Sigga að fara sem skiptinemi til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til New Jersey. Þar sem Menntaskólinn í Reykjavík myndi ekki meta það nám sem hún færi í erlendis ákvað hún að velja það sem henni fannst allra skemmtilegast. „Ég valdi bara allt sem mér finnst skemmtilegt. Ég hafði verið í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá því að ég man eftir mér þannig að mér fannst liggja beinast við að sinna listinni og valdi mér áfanga í ljósmyndun, myndlist og menningu.“ Þó svo að það lægi í augum upp að Sigga fetaði lista- og hönnunarbrautina var það ekki fyrr en listakennari sem að hún kynntist í náminu hvatti hana til að stíga þau skref að hún tók þá stefnu. „Ég kynntist frábærum listakennara þarna úti sem kenndi mér margt og ég ber mikla virðingu fyrir. Hann spurði mig að því hvað tæki við þegar ég sneri aftur heim. Ég svaraði því að ég myndi klára menntaskólann og svo líklega fara í læknisfræði eða eitthvað slíkt. Hann hefur greinilega séð eitthvað annað í mér því að hann hristi hausinn og sagði með vissu í svip að það væri nú ekki leiðin sem ætti að liggja fyrir mér heldur væri það listin.“ Að skiptinemanámi loknu sneri Sigga aftur heim með hugmyndir um hönnunarnám í farteskinu. Hún kláraði menntaskólann og var svo bent á nám í iðnhönnun í Istituto Europeo di design í Mílanó á Ítalíu. „Á þessum tíma var fagið mjög ungt og alls ekki augljóst val af minni hálfu. Ég varð þó mjög spennt fyrir þessu og ákvað að skrá mig til leiks. Þar sem námið var kennt á ítölsku vildi ég undirbúa mig með því að fara í tungumálaskóla til Rómar um sumarið. Ég seldi bílinn minn til að fjármagna ferðina, þannig að þetta var ansi mikil fjárfesting og fórn fyrir mig á þessum tíma.“ Sigga hélt til Rómar strax um vorið og hóf nám í tungumálaskóla þar í borg. Námsefnið var kennt á ítölsku og ég vildi vera í stakk búin þegar skólinn hæfist þá um haustið.“Sigga með glerlíffærin sínÆvintýrið í Ikea Um haustið hélt Sigga svo til Mílanó þar sem stóð til að setjast á skólabekk. „Það var nú eitt,“ segir Sigga og hlær. „Þegar ég mætti til leiks þá hafði umsóknin mín eitthvað farið forgörðum. Ég var samt búin að fá pappíra um að ég hefði verið tekin inn í námið. Skólinn var fullsetinn af þeim þrjátíu nemendum sem teknir voru inn. Nú voru góð ráð dýr en ég er svo þrjósk að ég neitaði að fara af skrifstofunni fyrr en að ég fengi inngöngu enda voru þetta mistök af þeirra hálfu. Það varð svo úr að ég fékk að sjálfsögðu að hefja nám og var við það í fjögur ár.“ Að loknu námi kom hún aftur heim til Íslands og bjó hér í nokkur ár er hún dreif sig aftur út til Mílanó í meistaranám í iðnhönnuninni. Á samsýningu Siggu og fleiri Íslendinga í Kaupmannahöfn kom hönnunarstjóri Ikea að máli við hana og leist vel á þá hluti sem hún var að gera. Hann bauð henni vinnu hjá fyrirtækinu sem Sigga þáði og þá varð ekki aftur snúið. „Mér fnnst þetta mjög spennandi tækifæri enda Ikea stórt fyrirtæki. Á þeim tíma þótti það nú ekki það flottasta þar sem þeir stóðu fyrir fjöldaframleiðslu og hermdu eftir annarri hönnun. Það er löngu löngu liðinn tími. Í dag er styrkur Ikea gríðarlega mikill og þar er unnið mikið frumkvöðlastarf.“ Árið 2000 var Sigga fastráðin hjá Ikea. Á þessum tíma hannaði hún yfir þrjú hundruð hluti fyrir fyrirtækið en einnig sá hún um allt samstarf við hönnunarskóla í heiminum. „Mér fannst það æðislegt. Ég er búin að vera að byggja upp verkefni út um allan heim með hönnunarnemum og meðal annars á Íslandi. Þetta var mjög gefandi tími.“ Þó að Sigga kveddi Ikea í bili eftir átta ára starf átti hún þó eftir að snúa aftur af krafti í formi þróunarstjóra sem sér um yfirhönnun á smávörum sem fyrirtækið framleiðir.visir/stefanHinum megin við borðið Eftir átta ár hjá Ikea fannst Siggu tími til kominn að breyta til og sanka að sér nýrri reynslu. Henni var boðin staða hönnunarstjóra hjá Fritz Hansen sem framleiðir meðal annars húsgögn eftir Arne Jacobsen, Poul Kjaerholm og Hans J. Wegner. „Mér fannst þetta mjög spennandi tilhugsun og þáði starfið. Fram að þessu hafði ég verið meira í því að hanna sjálf og teikna en núna tók við hönnunarstjórnun fyrir einkamarkað og ég var komin hinum megin við borðið. Það hefur aldrei verið persónulegur metnaður hjá mér að tengja nafnið mitt við einhvern hlut enda er staðan þannig í dag að hönnunarteymi eru orðin algengari hjá fyrirtækjum. Mér finnst það miklu lógískara, það er aldrei ein manneskja sem kemur að hönnun. Þú ert alltaf með tæknimann með þér, innkaupaaðila sem finnur réttu verksmiðjuna fyrir þig og efnisfræðing sem leiðbeinir þér með réttu efnin, þannig að þetta er oftast samvinna margra aðila,“ segir Sigga. Sem hönnunarstjóri einkamarkaðarins sá okkar kona um að þróa nýjar vörur fyrir heimili sem endurspegluðu karakter og anda Fritz Hansen. „Þetta er 140 ára gamalt fyrirtæki sem er búið að búa til klassamublur og það var svo lærdómsríkt að fara frá Ikea sem framleiddi fyrir mikinn fjölda yfir í svona „high end“ þar sem verið var að vinna með ansi þröngan markað. Þetta var allt öðru vísi markaðssetning. Til dæmis eru alltaf vörur frá Fritz Hansen í James Bond-myndunum og þeir vilja tengja sig svona lúxusvörufyrirtækjum. Við sem unnum þarna fengum meira að segja svona „dress code“-leiðbeiningar sem var ólíkt því sem að ég átti að venjast hjá Ikea. Að loknum frábærum tveimur árum fann ég að ég hafði meiri áhuga á því að vinna með hinum almenna markaði,“ segir Sigga og bætir við að auk þess hafi henni fundist hún vera búin að læra það sem hún þurfti að læra hjá Fritz og tími til kominn að fá nýjan innblástur.Þrjú börn Siggu„Þá er ég bara mamma“ Á sama tíma og Sigga var í fullu starfi hjá Fritz Hansen og ferðaðist daglega á milli Kaupmannahafnar og Malmö, þar sem fjölskylda hennar bjó, kom í ljós að sonur hennar, sem þá var þriggja ára, var einhverfur. „Danir eru einhvern veginn þannig innréttaðir að þó að eitthvað sé að í einkalífinu þá mætirðu samt í vinnuna sem ég og gerði en varð til þess að ég missti af öllum læknafundum og þá fannst mér tími til kominn að endurskipuleggja líf mitt,“ segir Sigga. Það varð úr að Sigga ákvað að breyta til og stofnaði sitt eigið hönnunarfyrirtæki í Malmö og gat með því stýrt tíma sínum sjálf og sinnt fjölskyldunni um leið. Fljótlega ákvað Sigga svo að flytja heim til Íslands með fjölskylduna þar sem betri þjónustu fyrir son hennar var að finna hér á landi. „Ég er ótrúlega ánægð með heilbrigðiskerfið hérna á Íslandi þó svo að margir séu að kvarta og tala niður okkar aðstöðu hér. Við fluttum frá Svíþjóð til þess að fá þá aðstoð sem sonur minn fær í dag. Úti vorum við á endalausum biðlista til þess að komast á leikskóla en hér heima komst hann strax inn auk þess sem hann fékk stuðning þar. Í dag er hann í einhverfudeild í Langholtsskóla og þar blómstrar hann. Systkini hans eru alveg einstök bæði tvö og mjög þolinmóð við hann auk þess sem foreldrar mínir hafa veitt okkur mikinn stuðning, sérstaklega þegar ég er á þessu mikla flakki. Börnin mín þekkja í rauninni ekkert annað en þetta flakk en ég passa mig á því að þegar ég er með þeim þá er ég með þeim, þá er ég bara mamma.“ segir Sigga og bætir við að börnin séu þau sem hafi kennt henni það mikilvægasta í lífinu og sérstaklega það verkefni sem heilkenni miðsonar hennar er, bæði góðu og slæmu dagarnir. „Ég vil meina það að hann sé búinn að kenna mér meira en nokkuð annað í lífinu, eins og hann býður mér upp á margar áskoranir. Ég er búin að þroskast mikið í gegnum þetta ferli og tel mig betri manneskju eftir að ég fékk þetta verkefni í hendurnar, ég tek eftir miklu fleira í kringum mig sem ég áður valdi næstum því að líta fram hjá. Ég er miklu meðvitaðri um annað fólk og það að allir eru að glíma við einhverjar þrautir í lífi sínu, þær koma bara á mismunandi tíma og í mismunandi magni. Eitt besta ráð sem ég hef fengið var frá Stefáni Hreiðarssyni barnalækni, sem er búinn að vera mín stoð og stytta. en hann sagði mér að hætta að horfa í kristalskúluna, það er ekki hægt að sjá hvernig sonur minn verður ekki frekar en hvað annað. Þetta ráð hef ég haft að leiðarljósi í svo mörgu og lifi lífi mínu samkvæmt því.“Brothætt líffæri Sigga er fjölhæfur hönnuður og fær útrás fyrir ástríðu sína á mörgum sviðum. Fyrir nokkrum árum vakti hún mikla athygli fyrir glerlistaverk sem hún hannaði með góðan boðskap að leiðarljósi. „Ég er með hjartans mál, bókstaflega, sem ég byrjaði að vinna árið 2007. Þá fór ég að vinna með Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heiminum. Corning er bandarískt glerfyrirtæki sem framleiðir meðal annars glerið í iPhone-símana og fleiri flotta hluti. Þeir hafa alltaf unnið með glerlistamönnum en vildu bregða út af vananum og vinna með hönnuðum og ég var ein af þeim sem valin voru til þessa verkefnis. Ég fékk frjálsar hendur með mína hönnun en mig langaði að gera eitthvað einstakt. Ég fór í heimsókn til þeirra í Miami og fékk að blása gler með þeim í nokkra daga. Úr því kom svo hugmyndin að líffærunum enda eiga þau margt sameiginlegt með glerinu, geta bæði verið viðkvæm og sterk.“ Meðfram hönnuninni á líffærum fór Sigga að skoða heim líffæragjafa og þiggjanda og varð agndofa yfir því sem að hún sá og las um. Hún fann að með líffærunum gæti hún vakið athygli á þessum raunveruleika og jafnvel lagt lóð á vogarskálarnar. „Mér finnst svo gefandi að geta nýtt hönnun mína og menntun til þess að vekja athygli á einhverju sem skiptir verulegu máli fyrir þá sem þurfa á að halda. Hönnun vekur alltaf jafn mikinn áhuga hjá fólki, þetta er svona miðill án tals. Þú getur miðlað svo miklu og fengið fólk til þess að taka eftir einhverju með því að nota fallegt efni eða form en þá skiptir líka máli að vera með einhvern boðskap að baki eins og með líffærin.“ Núna í janúar stendur Sigga fyrir sýningu á glerlíffærunum í Hannesarholti og var þá hugmyndin að fá þá sem hafa þegið eða gefið líffæri til þess að segja frá sinni reynslu og með því vekja athygli á þessum heimi.
Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira