Þakklæti Sigga Dögg skrifar 10. janúar 2015 10:00 visir/getty Nýtt ár bókstaflega krefur mann um að líta um öxl og hendast í innri endurskoðun. Þegar slíkt gerist þá geta ýmsar tilfinningar losnað úr læðingi, allt frá reiði yfir í mikla auðmýkt og gleði. Ég verð alltaf svolítið meyr á nýársmorgun, daginn eftir ársuppgjör gamlársdags þar sem hann er nýr dagur á nýju ári, stútfullur af persónulegum loforðum. Ég er ein af þeim sem stefna árlega á algera yfirhalningu á lífsstíl og sínum innri manni. Þetta á ekki að vera tímabundið átak en ég óttast að ég falli óvart í þá gryfju. Einn liður er heilsusamlegri lífstíll þar sem ég skipti út krumpupokasnakki fyrir heimagert popp, minnka mjólkurvörur, reyni að taka B-vítamín daglega og vel raunverulegan mat fram yfir eitthvað hjúpað súkkulaði. Þá ætla ég einnig að halda mér við efnið í endurvinnslunni og reyna (og þessu klikka ég reglulega á) að halda nokkrum plöntum, jafnvel kryddjurtum, á lífi. Mig langar svo að vera með græna fingur en þegar á hólminn er komið þá bara gleymi ég mér og er utan við mig og svo bara visnar allt og fölnar. Þá langar mig að draga úr draslneyslu, velja betur og draga úr vistspori mínu. Þar sem ég er sjálfstæður atvinnurekandi þá ætla ég að reyna að vanda mig betur við að samtvinna óreglulegan vinnutíma og fjölskylduna. Vinnan á það til að gleypa mig. Ég elska starf mitt og get verið í því allan sólahringinn. Stundum vakna ég á nóttunni (eða mjög snemma morguns þegar tæknilega ætti enn að vera nótt) og hausinn fer á flug. Öll þessi verkefni sem ég „verð“ að gera. Allir pistlarnir sem á eftir að skrifa og upplýsingarnar sem ég verð að miðla. Það er svo margt spennandi að gerast í kynfræði og það er erfitt að hrífast ekki með ölduganginum. Svo heyri ég lágværar hroturnar og er slegin í andlitið af þriggja ára dóttur minni og man að ég þarf líka að gefa þeim loforð. Fjölskyldan þarf tíma, athygli og ást. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir vítamín engu máli nema bara til að halda mér heilbrigðri fyrir fjölskyldu mína. Því verður helsta áramótaheitið að vera þakklát fyrir heimili mitt og fólkið mitt sem þar býr. Það að vera elskaður, og að elska, krefst alúðar, einlægni, þolinmæði og tíma. Ég ætla því að vera þakklát fyrir hversdaginn og fólkið mitt, og ég ætla vera dugleg að segja því það, í orðum og faðmlögum. Þú kæri lesandi, með þínum hlýju orðum og hvatningu, ert einnig „fólkið mitt“ sem hvetur mig áfram svo við þig segi ég líka takk. Þakklæti hugsa ég að sé besta áramótaheitið og eitthvað sem ég ætti að geta staðið við. Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nýtt ár bókstaflega krefur mann um að líta um öxl og hendast í innri endurskoðun. Þegar slíkt gerist þá geta ýmsar tilfinningar losnað úr læðingi, allt frá reiði yfir í mikla auðmýkt og gleði. Ég verð alltaf svolítið meyr á nýársmorgun, daginn eftir ársuppgjör gamlársdags þar sem hann er nýr dagur á nýju ári, stútfullur af persónulegum loforðum. Ég er ein af þeim sem stefna árlega á algera yfirhalningu á lífsstíl og sínum innri manni. Þetta á ekki að vera tímabundið átak en ég óttast að ég falli óvart í þá gryfju. Einn liður er heilsusamlegri lífstíll þar sem ég skipti út krumpupokasnakki fyrir heimagert popp, minnka mjólkurvörur, reyni að taka B-vítamín daglega og vel raunverulegan mat fram yfir eitthvað hjúpað súkkulaði. Þá ætla ég einnig að halda mér við efnið í endurvinnslunni og reyna (og þessu klikka ég reglulega á) að halda nokkrum plöntum, jafnvel kryddjurtum, á lífi. Mig langar svo að vera með græna fingur en þegar á hólminn er komið þá bara gleymi ég mér og er utan við mig og svo bara visnar allt og fölnar. Þá langar mig að draga úr draslneyslu, velja betur og draga úr vistspori mínu. Þar sem ég er sjálfstæður atvinnurekandi þá ætla ég að reyna að vanda mig betur við að samtvinna óreglulegan vinnutíma og fjölskylduna. Vinnan á það til að gleypa mig. Ég elska starf mitt og get verið í því allan sólahringinn. Stundum vakna ég á nóttunni (eða mjög snemma morguns þegar tæknilega ætti enn að vera nótt) og hausinn fer á flug. Öll þessi verkefni sem ég „verð“ að gera. Allir pistlarnir sem á eftir að skrifa og upplýsingarnar sem ég verð að miðla. Það er svo margt spennandi að gerast í kynfræði og það er erfitt að hrífast ekki með ölduganginum. Svo heyri ég lágværar hroturnar og er slegin í andlitið af þriggja ára dóttur minni og man að ég þarf líka að gefa þeim loforð. Fjölskyldan þarf tíma, athygli og ást. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir vítamín engu máli nema bara til að halda mér heilbrigðri fyrir fjölskyldu mína. Því verður helsta áramótaheitið að vera þakklát fyrir heimili mitt og fólkið mitt sem þar býr. Það að vera elskaður, og að elska, krefst alúðar, einlægni, þolinmæði og tíma. Ég ætla því að vera þakklát fyrir hversdaginn og fólkið mitt, og ég ætla vera dugleg að segja því það, í orðum og faðmlögum. Þú kæri lesandi, með þínum hlýju orðum og hvatningu, ert einnig „fólkið mitt“ sem hvetur mig áfram svo við þig segi ég líka takk. Þakklæti hugsa ég að sé besta áramótaheitið og eitthvað sem ég ætti að geta staðið við.
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira