Bíó og sjónvarp

Boyhoood og Birdman eru líklegar til að fá Golden Globe-verðlaunin

boyhood Hefur hlotið fjölda verðlauna.
boyhood Hefur hlotið fjölda verðlauna.
Peter Knegt og Ben Travers, blaðamenn hinnar virtu bandarísku kvikmyndasíðu Indiewire, hafa tekið saman hverjir þeir telja vera líklegustu sigurvegarana á Golden Globe-hátíðinni sem verður haldin á sunnudagskvöld.





Besta dramamyndin


Boyhood

Foxcatcher

The Imitation Game

Selma

The Theory of Everything

Síðustu tvær myndirnar sem sigruðu í þessum flokki, Argo og 12 Years a Slave, hafa báðir hlotið Óskarsverðlaunin sem besta myndin. Samt hefur þetta þó aðeins gerst þrisvar á síðustu tíu árum. Indiewire telur að hin óvenjulega Boyhoood sem gerist á tólf ára tímabili muni bera sigur úr býtum á sunnudaginn. Sú mynd hefur einmitt hlotið mörg verðlaun upp á síðkastið.

Besta gaman- eða söngvamyndin

Birdman

The Grand Budapest Hotel

Into The Woods

Pride

St. Vincent

Indiewire telur að Birdman muni vinna í þessum flokki en vill engu að síður að The Grand Budapest Hotel hreppi hnossið.

Besta leikkonan í dramaflokki



Jennifer Aniston – Cake

Felicity Jones – The Theory of Everything

Julianne Moore – Still Alice

Rosamund Pike – Gone Girl

Reese Witherspoon – Wild

Indiewire telur líklegast að Julianne Moore vinni Golden Globe en heldur engu að síður með Rosamund Pike.

Besti leikarinn í dramaflokki

Steve Carell – Foxcatcher

Benedict Cumberbatch – The Imitation Game

Jake Gyllenhaal – Nighcrawler

David Oyelowo – Selma

Eddie Redmayne – The Theory of Everything

Indiewire spáir Eddie Redmayne sigri en hann túlkar vísindamanninn Stephen Hawking í The Theory of Everything. Minnstar líkur telja blaðamennirnir á að Gyllenhaal hljóti verðlaunin.

Besta leikkonan í gaman- eða söngvamynd

Amy Adams – Big Eyes

Emily Blunt – Into The Woods

Helen Mirren – The Hundred Foot Journey

Julianne Moore – Maps To The Stars

Quvenzhane Wallis – Annie

Indiwire spáir því að Emily Blunt hreppi hnossið fyrr leik sinn í Into Woods en vonar að Julianne Moore beri frekar sigur úr býtum. Moore er einmitt einnig tilnefnd í dramaflokknum og gæti því hlotið tvenn Golden Globe-verðlaun eins og Kate Winslet gerði eitt sinn.

Michael Keaton, sem leikur í Birdman, hefur aldrei áður verið tilnefndur til Golden Globe.
Besti leikarinn í gaman- eða söngvamynd

Ralph Fiennes – The Grand Budapest Hotel

Michael Keaton – Birdman

Bill Murray – St. Vincent

Joaquin Phoenix – Inherent Vice

Christoph Waltz – Big Eyes

Indiewire spáir Michael Keaton sigri fyrir hlutverk sitt í Birdman, mynd Alejandros González Iñárritu. Í uppáhaldi hjá blaðamönnunum er samt frammistaða Ralphs Fiennes í The Grand Budapest Hotel. Þess má geta að Keaton hefur aldrei áður hlotið Golden Globe-tilnefningu. 

Besta tónlistin

Alexandre Desplat – The Imitation Game

Jóhann Jóhannsson – The Theory of Everything

Trent Reznor and Atticus Ross – Gone Girl

Antonio Sánchez – Birdman

Hans Zimmer – Interstellar

Kengt og Travers spá því að Desplat hljóti verðlaunin fyrir The Imitation Game en heldur engu að síður með Antonio Sánchez, sem var ekki gjaldgengur í Óskarinn vegna þeirra reglna sem þar eru viðhafðar. Jóhann Jóhannsson er einnig sagður líklegur til að hljóta verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.