Svona líta börn von Trapp út í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 19:30 Söngvaseiður er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira