Og svo koma jólin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. desember 2015 06:00 Sú var tíð að á Íslandi ríkti trúræði. Kallaveldi: þeir ríktu yfir fólkinu hver af öðrum, kall af kalli, koll af kolli. Efst trónaði guð almáttugur en í neðra sat skrattinn um sálirnar, ríkti yfir hvatasviðinu og speglaði uppreisnargirnina. Hin lúthersk-evangelíska kirkja hafði um aldir einkarétt á prentverki í landinu. Það jafngildir því að ráða yfir öllum fjölmiðlum og stjórna internetinu nú á dögum. Prestar höfðu hönd í bagga með lestrarkennslu og uppfræðslu barna. Börnin lærðu að lesa á kverið sem var samsafn af guðsorðatextum; fermingin var svo nokkurs konar próf í lestri og þekkingu þar sem allt snerist um Biblíufræði; stæðist maður ferminguna var maður útskrifaður í guðsótta. Mestöll þekkingarmiðlun átti sér um aldir stað gegnum kirkjuna sem miðlaði fastmótaðri heimsmynd sinni. En um leið bundu lærðir menn forna og heiðna visku í flókið rím og eddumennt sem kirkjunni tókst aldrei að ná tökum á. "Ó syndin arga …“Trúin gegnsýrði daglegt líf. Fólk fór með bænir þegar það fór á fætur, klæddi sig, mataðist, gekk til verka sinna, tók á sig náðir; sjófarendur fóru með sjóferðarbæn, sláttumenn sláttubæn, alls staðar var guð hafður með í ráðum. Lífið var samfellt hreinsunarstarf: innrætingin snerist um eilífa og óafmáanlega sök; það var saknæmt að vera til. Maðurinn fæddist syndugur vegna erfðasyndarinnar og átti öllum stundum að bæta fyrir það frumbrot sitt að hafa etið af skilningstré góðs og ills. Reglulega fór fram húslestur þar sem húsbóndinn las úr predikunum sem biskupar höfðu sérstaklega samið fyrir slík tilefni. Félagslíf fólks utan heimilis fór líka að mestu fram á forsendum kirkjunnar – við messur á sunnudögum og stórhátíðum. Sálmar voru sungnir og lesnir. Kirkjan og trúin umlukti allt. Yrði einhverjum á að taka aðra trú eða jafnvel boða hana – eins og Eiríkur frá Brúnum mátti reyna svo seint sem á seinni hluta 19. aldar – sætti viðkomandi útskúfun og kárínum af hendi yfirvalda. Hræðslan var grunnkennd tilverunnar. Orð eins og „guðsótti“ og „guðhræðsla“ þóttu lýsa æskilegu hugarástandi. Þetta var ósveigjanleg bókstafstrú og það var hamrað á henni. Sannleikurinn var einn og ótvíræður. Sá sem féllst á hann var hólpinn – ef ekki varstu glötuð sál. Þetta var trúræði. Samt þreifst til hliðar við rétttrúnaðinn trú á stokka og steina, huldufólk, tröll, sjávarvættir, skrýmsli á borð við Þorgeirsbola sem ég er enn að bíða eftir fyrstu hryllingsmyndinni um. Hið óstýriláta og óhlýðna hugarflug finnur sér alltaf farveg. Við lifum nú í sekúlaríseruðu samfélagi. Kirkjan breyttist smám saman, ný guðfræði leit dagsins ljós, prestar tóku að leggja út af orði Biblíunnar á nýjan hátt, leggja áherslu á kærleika fremur en heift, fyrirgefningu fremur en dóm. Efinn á sér sinn stað, spurningarmerkinu var hleypt inn í frásögnina. Þetta er opinn texti en ekki lengur lokaður. Kirkjan hefur nú allt aðra nærveru í samfélaginu en forðum tíð; prestar líta almennt á sig sem þjóna á vegum guðs fremur en herra yfir sálarlífi alþýðufólks. Kirkjan er samfélag, vettvangur fyrir samverustundir á trúarlegum grunni í fremur víðum skilningi. Þar er unnið líknarstarf, reynt að styðja og styrkja, líkna og hugga fremur en að hræða, dæma og kúga til hlýðni. Kirkjan á samt þessa sögu. Og sagan kennir okkur hversu mikilsvert það er fyrir okkur að búa í opnu samfélagi þar sem við tökumst á og ræðum saman um hugmyndir og sannleika en fáum hann ekki skenktan að ofan eins og hvern annan lýsisskammt í skeið. Boð og afboðTrúræðistíminn er ekki rifjaður upp til að draga fram hversu rangt hugmyndakerfi kristin trú sé og að við eigum að afneita henni og fordæma hverja þá manneskju sem trúir því að Kristur hafi fæðst og lifað og dáið til þess að hver sá sem á hann trúir öðlist eilíft líf – og hvað þá hitt að rangt sé að elska drottin guð sinn af öllu hjarta og náunga sinn eins og sjálfan sig. Ógnin felst í hinu: einokun hugmyndanna, innrætingu lokaðs hugmyndakerfis; hvort sem það kerfi er kennt við vísindi, þjóðfélagsskipan eins og sósíalisma eða kapítalisma; upphafningu þjóðernis; trúarbrögð eins og kristni, íslam eða gyðingdóm. Ógnin kemur frá bókstafstrúarmönnum hvers kyns hugmyndakerfa sem túlka bókstafinn einstrengingslega til að öðlast vald yfir öðru fólki. Okkur á að standa stuggur af þeim sem aldrei skjátlast miklu fremur en hinum sveimandi huga leitandi sálar sem vill finna sér stað í lífsundrinu. Og svo koma jólin. Við erum kristin og ókristin, heiðin og hindúar, búddistar, múslimar, andatrúar eða andtrúar, eða fólk sem einsetur sér að trúa ótal ósennilegum hlutum bara til að gefa lífinu lit. Öll fögnum við ljósinu, af sömu þörf en með ólíkar sögur á vörum. Það er gott. Við eigum að fara varlega í að boða trú – og afboða hana. Viss öfl nærast á kúltúrstríðum og reyna að magna sig og völd sín með því að beina pólitík í þann farveg fremur en að leyfa henni að snúast um skiptingu gæða. En við höldum sem sé jól. Það gerum við til að fagna sólhvörfum. Sagan um barnið í jötunni fangar á fagran hátt hvernig lífsaflið sigrar ævinlega, hversu meinvill sem við liggjum í myrkrunum um vetrar miðja nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun
Sú var tíð að á Íslandi ríkti trúræði. Kallaveldi: þeir ríktu yfir fólkinu hver af öðrum, kall af kalli, koll af kolli. Efst trónaði guð almáttugur en í neðra sat skrattinn um sálirnar, ríkti yfir hvatasviðinu og speglaði uppreisnargirnina. Hin lúthersk-evangelíska kirkja hafði um aldir einkarétt á prentverki í landinu. Það jafngildir því að ráða yfir öllum fjölmiðlum og stjórna internetinu nú á dögum. Prestar höfðu hönd í bagga með lestrarkennslu og uppfræðslu barna. Börnin lærðu að lesa á kverið sem var samsafn af guðsorðatextum; fermingin var svo nokkurs konar próf í lestri og þekkingu þar sem allt snerist um Biblíufræði; stæðist maður ferminguna var maður útskrifaður í guðsótta. Mestöll þekkingarmiðlun átti sér um aldir stað gegnum kirkjuna sem miðlaði fastmótaðri heimsmynd sinni. En um leið bundu lærðir menn forna og heiðna visku í flókið rím og eddumennt sem kirkjunni tókst aldrei að ná tökum á. "Ó syndin arga …“Trúin gegnsýrði daglegt líf. Fólk fór með bænir þegar það fór á fætur, klæddi sig, mataðist, gekk til verka sinna, tók á sig náðir; sjófarendur fóru með sjóferðarbæn, sláttumenn sláttubæn, alls staðar var guð hafður með í ráðum. Lífið var samfellt hreinsunarstarf: innrætingin snerist um eilífa og óafmáanlega sök; það var saknæmt að vera til. Maðurinn fæddist syndugur vegna erfðasyndarinnar og átti öllum stundum að bæta fyrir það frumbrot sitt að hafa etið af skilningstré góðs og ills. Reglulega fór fram húslestur þar sem húsbóndinn las úr predikunum sem biskupar höfðu sérstaklega samið fyrir slík tilefni. Félagslíf fólks utan heimilis fór líka að mestu fram á forsendum kirkjunnar – við messur á sunnudögum og stórhátíðum. Sálmar voru sungnir og lesnir. Kirkjan og trúin umlukti allt. Yrði einhverjum á að taka aðra trú eða jafnvel boða hana – eins og Eiríkur frá Brúnum mátti reyna svo seint sem á seinni hluta 19. aldar – sætti viðkomandi útskúfun og kárínum af hendi yfirvalda. Hræðslan var grunnkennd tilverunnar. Orð eins og „guðsótti“ og „guðhræðsla“ þóttu lýsa æskilegu hugarástandi. Þetta var ósveigjanleg bókstafstrú og það var hamrað á henni. Sannleikurinn var einn og ótvíræður. Sá sem féllst á hann var hólpinn – ef ekki varstu glötuð sál. Þetta var trúræði. Samt þreifst til hliðar við rétttrúnaðinn trú á stokka og steina, huldufólk, tröll, sjávarvættir, skrýmsli á borð við Þorgeirsbola sem ég er enn að bíða eftir fyrstu hryllingsmyndinni um. Hið óstýriláta og óhlýðna hugarflug finnur sér alltaf farveg. Við lifum nú í sekúlaríseruðu samfélagi. Kirkjan breyttist smám saman, ný guðfræði leit dagsins ljós, prestar tóku að leggja út af orði Biblíunnar á nýjan hátt, leggja áherslu á kærleika fremur en heift, fyrirgefningu fremur en dóm. Efinn á sér sinn stað, spurningarmerkinu var hleypt inn í frásögnina. Þetta er opinn texti en ekki lengur lokaður. Kirkjan hefur nú allt aðra nærveru í samfélaginu en forðum tíð; prestar líta almennt á sig sem þjóna á vegum guðs fremur en herra yfir sálarlífi alþýðufólks. Kirkjan er samfélag, vettvangur fyrir samverustundir á trúarlegum grunni í fremur víðum skilningi. Þar er unnið líknarstarf, reynt að styðja og styrkja, líkna og hugga fremur en að hræða, dæma og kúga til hlýðni. Kirkjan á samt þessa sögu. Og sagan kennir okkur hversu mikilsvert það er fyrir okkur að búa í opnu samfélagi þar sem við tökumst á og ræðum saman um hugmyndir og sannleika en fáum hann ekki skenktan að ofan eins og hvern annan lýsisskammt í skeið. Boð og afboðTrúræðistíminn er ekki rifjaður upp til að draga fram hversu rangt hugmyndakerfi kristin trú sé og að við eigum að afneita henni og fordæma hverja þá manneskju sem trúir því að Kristur hafi fæðst og lifað og dáið til þess að hver sá sem á hann trúir öðlist eilíft líf – og hvað þá hitt að rangt sé að elska drottin guð sinn af öllu hjarta og náunga sinn eins og sjálfan sig. Ógnin felst í hinu: einokun hugmyndanna, innrætingu lokaðs hugmyndakerfis; hvort sem það kerfi er kennt við vísindi, þjóðfélagsskipan eins og sósíalisma eða kapítalisma; upphafningu þjóðernis; trúarbrögð eins og kristni, íslam eða gyðingdóm. Ógnin kemur frá bókstafstrúarmönnum hvers kyns hugmyndakerfa sem túlka bókstafinn einstrengingslega til að öðlast vald yfir öðru fólki. Okkur á að standa stuggur af þeim sem aldrei skjátlast miklu fremur en hinum sveimandi huga leitandi sálar sem vill finna sér stað í lífsundrinu. Og svo koma jólin. Við erum kristin og ókristin, heiðin og hindúar, búddistar, múslimar, andatrúar eða andtrúar, eða fólk sem einsetur sér að trúa ótal ósennilegum hlutum bara til að gefa lífinu lit. Öll fögnum við ljósinu, af sömu þörf en með ólíkar sögur á vörum. Það er gott. Við eigum að fara varlega í að boða trú – og afboða hana. Viss öfl nærast á kúltúrstríðum og reyna að magna sig og völd sín með því að beina pólitík í þann farveg fremur en að leyfa henni að snúast um skiptingu gæða. En við höldum sem sé jól. Það gerum við til að fagna sólhvörfum. Sagan um barnið í jötunni fangar á fagran hátt hvernig lífsaflið sigrar ævinlega, hversu meinvill sem við liggjum í myrkrunum um vetrar miðja nótt.