Leaf tvöfalt söluhærri en Tesla Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 10:04 Nissan Leaf. Sala rafmagnsbíla hefur tekið drjúg stökk á síðustu misserum og loksins er hægt að fara að tala um sölu nokkurra gerða þeirra í hundruðum þúsunda. Það telur þó furðu lítið í yfir 80 milljón bíla sölu á ári í heiminum öllum. Tesla er nú í þessum mánuði búið að selja 100.000 Model S bíla frá því hann var markaðssettur fyrir ríflega 3 árum. Honum hefur verið afar vel tekið þrátt fyrir fremur hátt verð. Rétt um 60.000 þessara 100.000 Model S bíla hafa selst í Bandaríkjunum og þar seljast flestir þeirra með verðmiða yfir 100.000 dollara, eða 13 milljón krónur. Því er kannski ekki skrítið að öllu ódýrari rafmagnsbíll sé sá söluhæsti í heiminum, þ.e. Nissan Leaf, en hann hefur selst í 200.000 eintökum um allan heiminn frá því hann kom á markað fyrir um 5 árum síðan. Einn annar bíll sem telst rafmagnsbíll hefur náð yfir 100.000 eintaka sölu frá upphafi, en það er Chevrolet Volt og náði hann því á undan Tesla Model S. Hann hefur verið í sölu í svipaðan tíma og Nissan Leaf. Stutt er í að nýjar gerðir Nissan Leaf og Chevrolet Volt verði kynntar og þá má búast við góðri sölu á báðum bílunum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Sala rafmagnsbíla hefur tekið drjúg stökk á síðustu misserum og loksins er hægt að fara að tala um sölu nokkurra gerða þeirra í hundruðum þúsunda. Það telur þó furðu lítið í yfir 80 milljón bíla sölu á ári í heiminum öllum. Tesla er nú í þessum mánuði búið að selja 100.000 Model S bíla frá því hann var markaðssettur fyrir ríflega 3 árum. Honum hefur verið afar vel tekið þrátt fyrir fremur hátt verð. Rétt um 60.000 þessara 100.000 Model S bíla hafa selst í Bandaríkjunum og þar seljast flestir þeirra með verðmiða yfir 100.000 dollara, eða 13 milljón krónur. Því er kannski ekki skrítið að öllu ódýrari rafmagnsbíll sé sá söluhæsti í heiminum, þ.e. Nissan Leaf, en hann hefur selst í 200.000 eintökum um allan heiminn frá því hann kom á markað fyrir um 5 árum síðan. Einn annar bíll sem telst rafmagnsbíll hefur náð yfir 100.000 eintaka sölu frá upphafi, en það er Chevrolet Volt og náði hann því á undan Tesla Model S. Hann hefur verið í sölu í svipaðan tíma og Nissan Leaf. Stutt er í að nýjar gerðir Nissan Leaf og Chevrolet Volt verði kynntar og þá má búast við góðri sölu á báðum bílunum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent