Leaf tvöfalt söluhærri en Tesla Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 10:04 Nissan Leaf. Sala rafmagnsbíla hefur tekið drjúg stökk á síðustu misserum og loksins er hægt að fara að tala um sölu nokkurra gerða þeirra í hundruðum þúsunda. Það telur þó furðu lítið í yfir 80 milljón bíla sölu á ári í heiminum öllum. Tesla er nú í þessum mánuði búið að selja 100.000 Model S bíla frá því hann var markaðssettur fyrir ríflega 3 árum. Honum hefur verið afar vel tekið þrátt fyrir fremur hátt verð. Rétt um 60.000 þessara 100.000 Model S bíla hafa selst í Bandaríkjunum og þar seljast flestir þeirra með verðmiða yfir 100.000 dollara, eða 13 milljón krónur. Því er kannski ekki skrítið að öllu ódýrari rafmagnsbíll sé sá söluhæsti í heiminum, þ.e. Nissan Leaf, en hann hefur selst í 200.000 eintökum um allan heiminn frá því hann kom á markað fyrir um 5 árum síðan. Einn annar bíll sem telst rafmagnsbíll hefur náð yfir 100.000 eintaka sölu frá upphafi, en það er Chevrolet Volt og náði hann því á undan Tesla Model S. Hann hefur verið í sölu í svipaðan tíma og Nissan Leaf. Stutt er í að nýjar gerðir Nissan Leaf og Chevrolet Volt verði kynntar og þá má búast við góðri sölu á báðum bílunum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Sala rafmagnsbíla hefur tekið drjúg stökk á síðustu misserum og loksins er hægt að fara að tala um sölu nokkurra gerða þeirra í hundruðum þúsunda. Það telur þó furðu lítið í yfir 80 milljón bíla sölu á ári í heiminum öllum. Tesla er nú í þessum mánuði búið að selja 100.000 Model S bíla frá því hann var markaðssettur fyrir ríflega 3 árum. Honum hefur verið afar vel tekið þrátt fyrir fremur hátt verð. Rétt um 60.000 þessara 100.000 Model S bíla hafa selst í Bandaríkjunum og þar seljast flestir þeirra með verðmiða yfir 100.000 dollara, eða 13 milljón krónur. Því er kannski ekki skrítið að öllu ódýrari rafmagnsbíll sé sá söluhæsti í heiminum, þ.e. Nissan Leaf, en hann hefur selst í 200.000 eintökum um allan heiminn frá því hann kom á markað fyrir um 5 árum síðan. Einn annar bíll sem telst rafmagnsbíll hefur náð yfir 100.000 eintaka sölu frá upphafi, en það er Chevrolet Volt og náði hann því á undan Tesla Model S. Hann hefur verið í sölu í svipaðan tíma og Nissan Leaf. Stutt er í að nýjar gerðir Nissan Leaf og Chevrolet Volt verði kynntar og þá má búast við góðri sölu á báðum bílunum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent