Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 16:31 Leonardi DiCaprio leikur í The Revenant en Samuel L. Jackson í The Hateful Eight. Vísir/IMDb Kvikmyndunum The Hateful Eight og The Revenant hefur verið lekið á skrárskiptasíður eftir að eintök af myndinni höfðu verið send á gagnrýnendur. Um var að ræða kynningareintök af myndunum sem ætluð voru meðlimum Óskarsverðlaunaakademíunnar svo þeir gætu kynnt sér þær myndir sem berjast um að vera tilnefndar til Óskarsverðlauna. Á vef bandaríska tímaritsins Variety kemur fram að 739 þúsund notendur hafi nú þegar sótt sér eintak af The Revenant, sem skartar Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, á skráarskiptasíðum á síðastliðnum sólarhring. Kvikmynd Quentins Tarantino, The Hateful Eight, hefur verið sótt 560 þúsund sinnum. Í þriðja sæti á þessum skrárskiptasíðum, samkvæmt Variety, er hnefaleikamyndin Creed sem hefur verið sótt 499 þúsund sinnum. The Hateful Eight var forsýnd í Bandaríkjunum 7. desember og verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum, sem búa yfir sýningarvélum sem geta sýnt 70 millimetra filmur, þar í landi á jóladag. Hún verður þó ekki tekin til almennra sýninga vestanhafs fyrr en 1. janúar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi 8. janúar næstkomandi. The Revenant var forsýnd í Bandaríkjunum fyrir fimm dögum og verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum á jóladag. Myndin verður þó ekki tekin til almennra sýninga þar í landi fyrr en 8. janúar, sama dag og á Íslandi. Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards Hún stýrði förðuninni í myndinni The Hateful Eight. 14. desember 2015 17:48 Þessir eiga möguleika á Golden Globe Í gær var tilkynnt hverjir myndu fá tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna sem fram fara þann 10. janúar. 11. desember 2015 15:30 Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Leikur Hugh Glass í The Revenant. 17. júlí 2015 16:18 Loftslagsbreytingar gera Hollywood erfitt fyrir Tökur á The Revenant, Hateful Eight og Everest töfðust töluvert. 3. september 2015 14:11 Tarantino: „Disney er að reyna að eyðileggja fyrir mér“ Star Wars: The Force Awakens hefur bolað nýjustu kvikmynd Tarantino úr kvikmyndahúsinu sem hún var gerð fyrir. 17. desember 2015 23:14 Bestu og verstu kvikmyndir 2015 - Nefndin kveður upp dóm sinn Jóhann Ævar Grímsson, Baldvin Z og Andri Óttarsson líta yfir kvikmyndaárið. 20. desember 2015 10:00 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndunum The Hateful Eight og The Revenant hefur verið lekið á skrárskiptasíður eftir að eintök af myndinni höfðu verið send á gagnrýnendur. Um var að ræða kynningareintök af myndunum sem ætluð voru meðlimum Óskarsverðlaunaakademíunnar svo þeir gætu kynnt sér þær myndir sem berjast um að vera tilnefndar til Óskarsverðlauna. Á vef bandaríska tímaritsins Variety kemur fram að 739 þúsund notendur hafi nú þegar sótt sér eintak af The Revenant, sem skartar Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, á skráarskiptasíðum á síðastliðnum sólarhring. Kvikmynd Quentins Tarantino, The Hateful Eight, hefur verið sótt 560 þúsund sinnum. Í þriðja sæti á þessum skrárskiptasíðum, samkvæmt Variety, er hnefaleikamyndin Creed sem hefur verið sótt 499 þúsund sinnum. The Hateful Eight var forsýnd í Bandaríkjunum 7. desember og verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum, sem búa yfir sýningarvélum sem geta sýnt 70 millimetra filmur, þar í landi á jóladag. Hún verður þó ekki tekin til almennra sýninga vestanhafs fyrr en 1. janúar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi 8. janúar næstkomandi. The Revenant var forsýnd í Bandaríkjunum fyrir fimm dögum og verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum á jóladag. Myndin verður þó ekki tekin til almennra sýninga þar í landi fyrr en 8. janúar, sama dag og á Íslandi.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards Hún stýrði förðuninni í myndinni The Hateful Eight. 14. desember 2015 17:48 Þessir eiga möguleika á Golden Globe Í gær var tilkynnt hverjir myndu fá tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna sem fram fara þann 10. janúar. 11. desember 2015 15:30 Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Leikur Hugh Glass í The Revenant. 17. júlí 2015 16:18 Loftslagsbreytingar gera Hollywood erfitt fyrir Tökur á The Revenant, Hateful Eight og Everest töfðust töluvert. 3. september 2015 14:11 Tarantino: „Disney er að reyna að eyðileggja fyrir mér“ Star Wars: The Force Awakens hefur bolað nýjustu kvikmynd Tarantino úr kvikmyndahúsinu sem hún var gerð fyrir. 17. desember 2015 23:14 Bestu og verstu kvikmyndir 2015 - Nefndin kveður upp dóm sinn Jóhann Ævar Grímsson, Baldvin Z og Andri Óttarsson líta yfir kvikmyndaárið. 20. desember 2015 10:00 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards Hún stýrði förðuninni í myndinni The Hateful Eight. 14. desember 2015 17:48
Þessir eiga möguleika á Golden Globe Í gær var tilkynnt hverjir myndu fá tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna sem fram fara þann 10. janúar. 11. desember 2015 15:30
Leo sagður gera tilkall til Óskarsins fyrir þessa mynd Leikur Hugh Glass í The Revenant. 17. júlí 2015 16:18
Loftslagsbreytingar gera Hollywood erfitt fyrir Tökur á The Revenant, Hateful Eight og Everest töfðust töluvert. 3. september 2015 14:11
Tarantino: „Disney er að reyna að eyðileggja fyrir mér“ Star Wars: The Force Awakens hefur bolað nýjustu kvikmynd Tarantino úr kvikmyndahúsinu sem hún var gerð fyrir. 17. desember 2015 23:14
Bestu og verstu kvikmyndir 2015 - Nefndin kveður upp dóm sinn Jóhann Ævar Grímsson, Baldvin Z og Andri Óttarsson líta yfir kvikmyndaárið. 20. desember 2015 10:00
Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54