Andi jólanna? Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. desember 2015 09:26 Látnir voru lausir í gær fjórir menn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl hingað til lands. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni og væntanlega til marks um að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin. Málið snýst um 23 kíló af hörðum fíkniefnum sem hér átti að koma í umferð. Heldur flækir samt málið að í hópnum er 27 ára gamall greindarskertur Hollendingur sem plataður hafði verið til að taka þátt í smyglinu. Fram hefur komið að maðurinn hafi alla tíð búið hjá móður sinni og búi yfir takmarkaðri tungumálakunnáttu. Eins er vitað að andleg geta hans er á því stigi að hann á bágt með að átta sig á þeirri stöðu sem hann er kominn í. Skilur ekki almennilega af hverju hann er lokaður inni, en gleymir tímabundið vandræðum sínum ef rétt eru að honum sætindi. Furðu vekur að í fyrsta lagi skuli teljast þörf á því að hafa jafn fatlaðan einstakling í gæsluvarðhaldi allan þennan tíma og stappar væntanlega nærri mannvonsku að gera það, nema að lögregla telji að hann sé að gera sér upp greindarskerðinguna. Sé svo ekki þá hefði maður haldið að koma hefði mátt manninum í vist sem ekki væri honum jafn íþyngjandi og einangrun í fangelsi. Í gær upplýstist líka að maðurinn væri hér í raun í hálfgerðu reiðileysi eftir að vera sleppt úr fangelsi og til stæði að lögregla kæmi honum fyrir á gistiheimili í Reykjavík. „Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili úti í bæ,“ sagði Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hér þarf maðurinn að vera að minnsta kosti þar til ákæra verður gefin út í málinu eða dómur fellur. Óvíst er hvenær að þessu kemur, enda rannsókn lögreglu ekki lokið enn. Ísland er aðili að margvíslegum alþjóðasamningum og -sáttmálum, svo sem Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sú spurning hlýtur að vakna, bæði í ljósi þessa máls og nýlegrar framgöngu Útlendingastofnunar við brottvísun albanskra fjölskyldna langveikra barna, hvort ekki sé þörf á sérstakri úttekt á því hvernig stofnanir landsins ganga um þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa á sig tekið. Í það minnsta hefði maður haldið að einhver ferli ættu að taka við sér þegar ljóst er að glæpamenn hafa nýtt sér þroskaskerðingu manns til að plata hann til glæpaverka. Hvernig má það vera að ekki taki við sér eitthvert félagslegt úrræði innanlands til að vera manni í slíkri stöðu innan handar. Í það minnsta hefði maður haldið að þegar manni í slíkri stöðu er sleppt úr fangelsi, rétt fyrir jól, að þá biði þar félagsráðgjafi eða einhver sambærilegur, sem hefði þann starfa að gæta að stöðu hans og líðan. Blessunarlega hafa lögmanni mannsins borist tilboð um aðstoð handa honum frá fólki úti í bæ. En auðvitað er ekki ásættanlegt að fólk sem á hér undir högg að sækja eigi allt sitt undir velvild vandalausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Látnir voru lausir í gær fjórir menn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl hingað til lands. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni og væntanlega til marks um að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin. Málið snýst um 23 kíló af hörðum fíkniefnum sem hér átti að koma í umferð. Heldur flækir samt málið að í hópnum er 27 ára gamall greindarskertur Hollendingur sem plataður hafði verið til að taka þátt í smyglinu. Fram hefur komið að maðurinn hafi alla tíð búið hjá móður sinni og búi yfir takmarkaðri tungumálakunnáttu. Eins er vitað að andleg geta hans er á því stigi að hann á bágt með að átta sig á þeirri stöðu sem hann er kominn í. Skilur ekki almennilega af hverju hann er lokaður inni, en gleymir tímabundið vandræðum sínum ef rétt eru að honum sætindi. Furðu vekur að í fyrsta lagi skuli teljast þörf á því að hafa jafn fatlaðan einstakling í gæsluvarðhaldi allan þennan tíma og stappar væntanlega nærri mannvonsku að gera það, nema að lögregla telji að hann sé að gera sér upp greindarskerðinguna. Sé svo ekki þá hefði maður haldið að koma hefði mátt manninum í vist sem ekki væri honum jafn íþyngjandi og einangrun í fangelsi. Í gær upplýstist líka að maðurinn væri hér í raun í hálfgerðu reiðileysi eftir að vera sleppt úr fangelsi og til stæði að lögregla kæmi honum fyrir á gistiheimili í Reykjavík. „Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili úti í bæ,“ sagði Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hér þarf maðurinn að vera að minnsta kosti þar til ákæra verður gefin út í málinu eða dómur fellur. Óvíst er hvenær að þessu kemur, enda rannsókn lögreglu ekki lokið enn. Ísland er aðili að margvíslegum alþjóðasamningum og -sáttmálum, svo sem Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sú spurning hlýtur að vakna, bæði í ljósi þessa máls og nýlegrar framgöngu Útlendingastofnunar við brottvísun albanskra fjölskyldna langveikra barna, hvort ekki sé þörf á sérstakri úttekt á því hvernig stofnanir landsins ganga um þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa á sig tekið. Í það minnsta hefði maður haldið að einhver ferli ættu að taka við sér þegar ljóst er að glæpamenn hafa nýtt sér þroskaskerðingu manns til að plata hann til glæpaverka. Hvernig má það vera að ekki taki við sér eitthvert félagslegt úrræði innanlands til að vera manni í slíkri stöðu innan handar. Í það minnsta hefði maður haldið að þegar manni í slíkri stöðu er sleppt úr fangelsi, rétt fyrir jól, að þá biði þar félagsráðgjafi eða einhver sambærilegur, sem hefði þann starfa að gæta að stöðu hans og líðan. Blessunarlega hafa lögmanni mannsins borist tilboð um aðstoð handa honum frá fólki úti í bæ. En auðvitað er ekki ásættanlegt að fólk sem á hér undir högg að sækja eigi allt sitt undir velvild vandalausra.