Erlent

Mikil mengun gerir íbúum Sarajevo erfitt fyrir

Atli Ísleifsson skrifar
Þykk þoka hefur legið yfir Sarajevo síðasta mánuðinn.
Þykk þoka hefur legið yfir Sarajevo síðasta mánuðinn. Vísir/AFP
Borgaryfirvöld í Sarajevo hafa þurft að loka skólum vegna mikillar mengunar og þoku sem lagst hefur yfir bosnísku höfuðborgina síðasta mánuðinn.

Borgarstarfsmenn hafa dreift andlitsgrímum til þess fólks sem hefur farið út úr húsi, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda til almennings um að halda ferðum sínum utandyra í lágmarki.

Þykk þoka hefur legið yfir Sarajevo síðasta mánuðinn og segja talsmenn yfirvalda í samtali við AP að borgarbúar hafi ekki upplifað annað eins veður og ástand í marga áratugi.

Flugfélög hafa neyðst til að aflýsa fjölda flugferða síðustu daga vegna þokunnar.

Í frétt AP segir að Sarajevo-búar hafi meðal annars birt myndir af fuglum á gangi á götum, þar sem þeir hafi ekki getað flogið um vegna slæms skyggnis.

Kolanotkun og bílaumferð í borginni er mikil, auk þess að Sarajevo er umlukin fjöllum sem gerir það að verkum að þoka getur ílengst um langt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×