Erlent

Segja fjármálaráðherra ISIS fallinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa gert loftárásir gegn ISIS í rúmt ár.
Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa gert loftárásir gegn ISIS í rúmt ár. Vísir/EPA
Talsmaður Bandaríkjahers segir að Muwaffaq Mustafa Mohammed al-Karmoush, eða Abu Salah, hafi verið felldur í loftárás. Abu Salah, var yfirmaður fjármála Íslamska ríkisins. Auk hans eru tveir aðrir leiðtogar sagðir hafa verið felldir á undanförnum vikum.

Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa gert loftrárásir gegn ISIS í Írak og Sýrlandi í rúmt ár og nýverið felldu þeir einnig háttsettan meðlim samtakanna í Líbýu. Samkvæmt frétt BBC var einn leiðtoganna yfirmaður fjárkúgana ISIS.

Embættismaður fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði þar að auki í dag að ISIS hefðu stolið allt að milljarði dala, eða um 130 milljarða króna, úr bönkum í Sýrlandi og Írak. Þar að auki hafi samtökin kúgað milljónir frá íbúum á yfirráðasvæði sínu. Oft á tíðum 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×