Skemmtilegast að blanda öllu saman Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. desember 2015 09:45 Nanna Kristín og Ólafur Darri, sem leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni fara hér yfir málin. Fréttablaðið/stefán Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og handritshöfundur, fékk á dögunum framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands fyrir nýrri stuttmynd sinni sem ber nafnið Ungar og mun stórleikarinn Ólafur Darri leika aðalhlutverkið. Þetta er önnur stuttmyndin sem Nanna Kristín leikstýrir, því hún sendi frá sér stuttmyndina Tvíliðaleikur árið 2013 en myndin hefur vakið mikla athygli. „Ég skrifaði Tvíliðaleikinn í námi mínu í Vancouver þar sem ég var að læra handritaskrif fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Þá var ég ekkert að sækja um styrk hjá Kvikmyndasjóði því ég vildi prófa mig áfram án allra fjárhagslegra skuldbindinga, smá hrædd um að ég hefði ekkert í leikstjórahlutverkið að gera og þess háttar ótti í manni,“ segir Nanna Kristín. Sá ótti var hins vegar ástæðulaus því myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur farið víða og hlotið prýðis dóma. „Myndin er núna búin að fara góðan rúnt um allar helstu kvikmyndahátíðirnar. Hún er fáanleg á iTunes og RÚV búið að kaupa sýningarréttinn sem er stór plús, þá veit maður að fólkið í landinu mun sjá afraksturinn,“ bætir Nanna Kristín við.Fjallar um neikvæðar staðalmyndir Eins og fyrr segir fékk hún styrk fyrir nýju myndinni en Zik Zak kvikmyndir, Askja Films og Skot Productions framleiða myndina ásamt Nönnu Kristínu sjálfri. Kvikmyndatöku annast Árni Filippusson, Drífa Freyju-Ármannsdóttir hannar leikmynd og Margrét Einarsdóttir búninga. Ungar fjallar um neikvæðar staðalmyndir um ákveðna hópa samfélagsins. Ólafur Darri leikur einstæðan föður sem vill verða við þeirri einföldu ósk dóttur sinnar að halda fjörugt náttfatapartí með vinkonum sínum. Það reynist honum hins vegar þrautin þyngri. Spurð út í hvort það sé skemmtilegra að leikstýra heldur en leika segir Nanna Kristín hvort tveggja vera skemmtilegt. „Mér finnst skemmtilegast að blanda þessu öllu saman, ég hef unnið hörðum höndum að því undanfarin ár að geta leyft mér að vinna sjálfstætt sem listamaður. Mér finnst spennandi að geta brugðið mér í ábyrgðarhlutverk framleiðandans, vinna með frásagnarform handritshöfundarins, haft skapandi sýn leikstjórans og síðan er hlutverk leikarans mér afar kært,“ segir Nanna Kristín. Tökur á Ungum fara fram í febrúar 2016 og er undirbúningur kominn á fullt. Eins og áður sagði fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk föðurins en leit stendur yfir að 10-11 ára stúlkum í þrjú helstu kvenhlutverkin, auk leikkvenna í önnur hlutverk.Nanna Kristín segist hafa unnið hörðum höndum að því undanfarin ár að geta leyft sér að vinna sjálfstætt sem listamaður. Fréttablaðið/StefánNanna Kristín er ekkert að stressa sig á því að koma myndinni út sem fyrst. „Ég er ekki að horfa á að reyna koma henni út fyrir einhverja sérstaka hátíð, myndin verður bara tilbúin þegar hún er tilbúin. Það er líka frumsamin tónlist í myndinni þannig að þetta tekur allt tíma.“ Tónlistarkonan Þórunn Antonía semur þemalag myndarinnar.Vinnur einnig að heimildarmynd Meðfram stuttmyndinni er hún einnig að vinna að heimildarmynd um stöðu kvenna í íslenskum kvikmyndageira. „Við Hallur Örn Árnason erum að vinna heimildarmynd sem byggist á óformlegri rannsókn á stöðu kvenna í íslenskri kvikmyndagerð og um hvort það séu færri tækifæri fyrir konur í þessum bransa. Hugmyndin að þessari mynd kom þegar ég vann Tvíliðaleikinn, þá var maður eitthvað svo smeykur við að koma sér fyrir í þessum harða heimi. Við Hallur fórum í kjölfarið að spjalla og ákváðum að kýla á þetta. Við tökum viðtöl við konur og karlmenn innan kvikmyndageirans og veltum upp öllum þeim spurningum sem vakna varðandi þetta efni. Efnið virðist vera ansi eldfimt og það er áhugavert að sjá að skoðanir viðmælenda hafa lítið með kyn að gera.“ Hallur Örn fylgdi Nönnu Kristínu eftir við gerð Tvíliðaleiksins og ætlar einnig að fylgja henni eftir við gerð Unga og er heimildarmyndin því væntanleg á eftir Ungum. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og handritshöfundur, fékk á dögunum framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands fyrir nýrri stuttmynd sinni sem ber nafnið Ungar og mun stórleikarinn Ólafur Darri leika aðalhlutverkið. Þetta er önnur stuttmyndin sem Nanna Kristín leikstýrir, því hún sendi frá sér stuttmyndina Tvíliðaleikur árið 2013 en myndin hefur vakið mikla athygli. „Ég skrifaði Tvíliðaleikinn í námi mínu í Vancouver þar sem ég var að læra handritaskrif fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Þá var ég ekkert að sækja um styrk hjá Kvikmyndasjóði því ég vildi prófa mig áfram án allra fjárhagslegra skuldbindinga, smá hrædd um að ég hefði ekkert í leikstjórahlutverkið að gera og þess háttar ótti í manni,“ segir Nanna Kristín. Sá ótti var hins vegar ástæðulaus því myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur farið víða og hlotið prýðis dóma. „Myndin er núna búin að fara góðan rúnt um allar helstu kvikmyndahátíðirnar. Hún er fáanleg á iTunes og RÚV búið að kaupa sýningarréttinn sem er stór plús, þá veit maður að fólkið í landinu mun sjá afraksturinn,“ bætir Nanna Kristín við.Fjallar um neikvæðar staðalmyndir Eins og fyrr segir fékk hún styrk fyrir nýju myndinni en Zik Zak kvikmyndir, Askja Films og Skot Productions framleiða myndina ásamt Nönnu Kristínu sjálfri. Kvikmyndatöku annast Árni Filippusson, Drífa Freyju-Ármannsdóttir hannar leikmynd og Margrét Einarsdóttir búninga. Ungar fjallar um neikvæðar staðalmyndir um ákveðna hópa samfélagsins. Ólafur Darri leikur einstæðan föður sem vill verða við þeirri einföldu ósk dóttur sinnar að halda fjörugt náttfatapartí með vinkonum sínum. Það reynist honum hins vegar þrautin þyngri. Spurð út í hvort það sé skemmtilegra að leikstýra heldur en leika segir Nanna Kristín hvort tveggja vera skemmtilegt. „Mér finnst skemmtilegast að blanda þessu öllu saman, ég hef unnið hörðum höndum að því undanfarin ár að geta leyft mér að vinna sjálfstætt sem listamaður. Mér finnst spennandi að geta brugðið mér í ábyrgðarhlutverk framleiðandans, vinna með frásagnarform handritshöfundarins, haft skapandi sýn leikstjórans og síðan er hlutverk leikarans mér afar kært,“ segir Nanna Kristín. Tökur á Ungum fara fram í febrúar 2016 og er undirbúningur kominn á fullt. Eins og áður sagði fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk föðurins en leit stendur yfir að 10-11 ára stúlkum í þrjú helstu kvenhlutverkin, auk leikkvenna í önnur hlutverk.Nanna Kristín segist hafa unnið hörðum höndum að því undanfarin ár að geta leyft sér að vinna sjálfstætt sem listamaður. Fréttablaðið/StefánNanna Kristín er ekkert að stressa sig á því að koma myndinni út sem fyrst. „Ég er ekki að horfa á að reyna koma henni út fyrir einhverja sérstaka hátíð, myndin verður bara tilbúin þegar hún er tilbúin. Það er líka frumsamin tónlist í myndinni þannig að þetta tekur allt tíma.“ Tónlistarkonan Þórunn Antonía semur þemalag myndarinnar.Vinnur einnig að heimildarmynd Meðfram stuttmyndinni er hún einnig að vinna að heimildarmynd um stöðu kvenna í íslenskum kvikmyndageira. „Við Hallur Örn Árnason erum að vinna heimildarmynd sem byggist á óformlegri rannsókn á stöðu kvenna í íslenskri kvikmyndagerð og um hvort það séu færri tækifæri fyrir konur í þessum bransa. Hugmyndin að þessari mynd kom þegar ég vann Tvíliðaleikinn, þá var maður eitthvað svo smeykur við að koma sér fyrir í þessum harða heimi. Við Hallur fórum í kjölfarið að spjalla og ákváðum að kýla á þetta. Við tökum viðtöl við konur og karlmenn innan kvikmyndageirans og veltum upp öllum þeim spurningum sem vakna varðandi þetta efni. Efnið virðist vera ansi eldfimt og það er áhugavert að sjá að skoðanir viðmælenda hafa lítið með kyn að gera.“ Hallur Örn fylgdi Nönnu Kristínu eftir við gerð Tvíliðaleiksins og ætlar einnig að fylgja henni eftir við gerð Unga og er heimildarmyndin því væntanleg á eftir Ungum.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira