Silja Dögg bara talað í sex og hálfa mínútu Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira