Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. desember 2015 14:34 Búið er að ræða um fjárlög næsta árs í um 90 klukkustundir. Vísir/Ernir Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015 Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015
Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira