Handbolti

Daníel tryggði Val stigin tvö

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel skoraði sigurmark Vals.
Daníel skoraði sigurmark Vals. vísir/vilhelm
Daníel Þór Ingason tryggði Val sigur á Víkingi, 20-21, í hörkuleik í Víkinni í Olís-deild karla í kvöld.

Leikurinn hörkuspennandi en það gekk mikið á undir lok hans. Karolis Stropus jafnaði metin í 20-20 en Valsmenn áttu lokasóknina.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar sjö sekúndur voru eftir og að því loknu skoraði Daníel sigurmark Valsmanna sem verða í 2. sæti þegar Olís-deildin fer í vetrarfrí.

Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 9-11, en þeir urðu fyrir miklu áfalli þegar Geir Guðmundsson fékk sína þriðju brottvísun í upphafi seinni hálfleiks. Geir var búinn að vera mjög öflugur og skoraði sex mörk á meðan hans naut við.

Lokamínúturnar voru æsispennandi en Valsmenn lönduðu stigunum tveimur. Víkingar voru þó nálægt því að ná í stig sem hefði hjálpað til í fallbaráttunni.

Staða Víkinga er erfið sem fyrr en liðið er með sex stig í 10. og neðsta sæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti.

Mörk Víkings:

Ægir Hrafn Jónsson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4/1, Logi Ágústsson 3, Jón Hjálmarsson 3, Karolis Stropus 2, Daníel Örn Einarsson 1, Atli Karl Bachmann 1, Arnar Gauti Grettisson 1.

Mörk Vals:

Geir Guðmundsson 6, Daníel Þór Ingason 5, Sveinn Aron Sveinsson 3, Atli Már Báruson 3/1, Ýmir Örn Gíslason 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Gunnar Harðarson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×