Erlent

Stefnt að vopnahléi í Sýrlandi í janúar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
John Kerry í New York í dag.
John Kerry í New York í dag. vísir/epa
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem miðar að því að koma á friði í Sýrlandi. Ályktunin var samþykkt samhljóða í New York fyrir skemmstu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Samkvæmt áætluninni munu friðarviðræður milli Assad-stjórnarinnar og andspyrnumanna hefjast í janúar og vopnahlé um leið. Meira en 250.000 manns hafa fallið í átökunum sem hafa nú staðið í vel á fimmta ár og talið er að milljónir manna séu á vergangi vegna ófriðarins.

„Samþykktin sendir skýr skilaboð til allra hlutaðeigandi aðila að nú sé tíminn til að binda enda á drápin í Sýrlandi,“ sagði John Kerry í New York þegar áætlunin var kynnt. „Samkomulagið sem við komumst að er merkilegt fyrir þær sakir að það setur ákveðin markmið og tímamörk til að ná þeim.“

Samkomulagið tekur ekki til skæruliðahópa og hryðjuverkasamtaka þannig að þó að vopnahléi verði komið á munu Rússar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Bretar halda loftárásum sínum á ISIS áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×