Matur

Hægeldaður lambaskanki með ostakartöflumús

Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum.

Hægeldaður lambaskanki með ostakartöflumús og reyktri paprikusósu

4 stk. lambaskankar

2 laukar (skrældir og gróft skornir)

2 hvítlauksrif (gróft skorin)

1 stk. rauð paprika (kjarnhreinsuð og gróft skorin)

1 tsk. þurrkað timian

1 msk. reykt paprika duft

350 ml rauðvín

1,4 lítrar vatn og lambakraftur (eða nautasoð og vatn til helminga)

2 msk. tómatpuré

1 hvítlauksrif (fínt rifið)

½ bréf ferskt dill

1 stk. sítróna

100 g smjör

Ólífuolía til steikingar

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Setjið olíu í stóran pott og brúnið lambaskankana þar til þeir eru orðnar gylltir allan hringinn. Takið lambaskankana upp úr pottinum og setjið allt grænmetið í pottinn og brúnið þar til það er farið að mýkjast, bætið kryddum og tómat­puré út í pottinn og steikið með í ca. 1 mín. Hellið víninu, vatninu og kraftinum út í pottinn og kjötinu svo í lokin. Setjið pottinn á væga suðu og lokið yfir. Eldið kjötið í ca. 3 klst. eða þar til kjötið fer að losna af beinunum.

Sósan

Takið grænmetið og 200 ml af vökva úr pottinum og maukið saman með töfrasprota ásamt 100 g af smjöri. Ef ykkur finnst sósan vera of þunn bætið þið tómatpuré út í eftir smekk. Smakkið sósuna til með salti og pipar og safa úr einni sítrónu.

Lambaskankinn

Þegar kjötið er tilbúið takið þið það upp úr pottinum og rífið gróft niður og setjið í pott með um 8 msk. af sósu. Smakkið það til með fínt rifnum hvítlauk, sítrónusafa, salti, pipar og í lokin ferska dillinu.

Blaðlaukskartöflumús með með ísbúa og dilli

4 stk. bökunarkartöflur (bakaðar og afhýddar )

200 g blaðlaukur (fínt skorinn)

70 g smjör

50 g fetaostur

80 g reyktur cheddarostur

1 peli rjómi

4 msk. gróft skorin ítölsk steinselja

Sjávarsalt

Hitið pott með smá ólífuolíu og smjörinu út í og steikið blaðlaukinn þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Bætið rjómanum út í pottinn og látið hann sjóða varlega í 5 mín. Bætið bökunarkartöflunum út í ásamt cheddarostinum og blandið öllu vel saman. Þegar allt er orðið heitt og osturinn bráðnaður smakkið þið músina til með salti og bætið ítölsku steinseljunni út í.

Steikt rótargrænmeti og sveppir

4 gulrætur (skrældar og skornar í teninga)

½ sellerírót (skræld og skorin í teninga)

½ box sveppir (skornir í 6 hluta)

1 msk. smjör

2 msk. gróft skorið dill

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Hitið pönnu með ólífuolíu og setjið gulræturnar, sellerírótina og sveppina á pönnuna og steikið þar til allt er orðið mjúkt í gegn. Kryddið með salti og pipar og blandið dillinu saman við í lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×