Birta Líf svarar þeim sem gagnrýna að spár hefðu ekki ræst í dag Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 21:19 Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur. Vísir/GVA „Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015 Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
„Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015
Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08
Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55
Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28