Andlitslyftur Golf seint á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 12:15 Volkswagen Golf af árgerð 2016. Volkswagen Golf, sem nú er af áttundu kynslóð, mun fá andlitslyftingu á næsta ári og kemur í sölu um lok næsta árs eða í síðasta lagi í byrjun árs 2017. Þessi háttur var einnig hafður á með sjöttu og sjöundu kynslóð Golf, svo ekkert kemur á óvart með þessa tilhögun. Búist er við því að ytra útlit Golf verði með sterkari línum en breytingin verði meiri innanborðs, þar sem meiningin er að skipta út mörgum tökkum fyrir snertiskjá og að öll stjórntæki bílsins verði stafræn. Golf R er nú þegar kominn með þessa nýju tækni og því mun hefðbundinn Golf erfa hana frá þessari öflugustu og tæknilegustu gerð bílsins. Ekki er þó víst hvort þessi breyting verði staðalbúnaður eða valbúnaður og verður tíminn að leiða það í ljós. Búist er við því að Volkswagen muni kynna þennan breytta bíl á bílasýningunni í París á næsta ári. Þeir bílar sem hvíla á sama MQB-undirvagni og Golf, þ.e. Audi A3, Seat Leon og Skoda Octavia munu einnig fá andlitslyftingu á svipuðum tíma og Golfinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Volkswagen Golf, sem nú er af áttundu kynslóð, mun fá andlitslyftingu á næsta ári og kemur í sölu um lok næsta árs eða í síðasta lagi í byrjun árs 2017. Þessi háttur var einnig hafður á með sjöttu og sjöundu kynslóð Golf, svo ekkert kemur á óvart með þessa tilhögun. Búist er við því að ytra útlit Golf verði með sterkari línum en breytingin verði meiri innanborðs, þar sem meiningin er að skipta út mörgum tökkum fyrir snertiskjá og að öll stjórntæki bílsins verði stafræn. Golf R er nú þegar kominn með þessa nýju tækni og því mun hefðbundinn Golf erfa hana frá þessari öflugustu og tæknilegustu gerð bílsins. Ekki er þó víst hvort þessi breyting verði staðalbúnaður eða valbúnaður og verður tíminn að leiða það í ljós. Búist er við því að Volkswagen muni kynna þennan breytta bíl á bílasýningunni í París á næsta ári. Þeir bílar sem hvíla á sama MQB-undirvagni og Golf, þ.e. Audi A3, Seat Leon og Skoda Octavia munu einnig fá andlitslyftingu á svipuðum tíma og Golfinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent