Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 58-68| Skelfileg byrjun fór með leikinn fyrir Stjörnuna Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 2. desember 2015 12:25 Grindavík vann góðan sigur á Stjörnunni, 68-58, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Kanalausar Stjörnustúlkur hófu leikinn mjög illa og komst Grindavík fljótlega í 14-2 strax á upphafsmínútum leiksins. Það gekk ekkert eftir hjá heimamönnum í upphafi leiksins og sú eina sem var með lífsmarki var Ragna Margrét Brynjarsdóttir en hún gerði níu stig í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir þann fjórðung var 27-13 fyrir Grindavík. Í öðrum leikhluta hélt Grindavík fengnum hlut og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með Sigrúnu Sjöfn Ámundardóttur undir körfunni hjá Grindavík. Michelle Whitney Frazier var einnig góð fyrir gestina frá Grindavík. Staðan í hálfleik var 38-24 og enn fjórtán stiga munur. Stjarnan byrjaði virkilega vel í síðari hálfleiknum og náðu strax að minnka muninn niður í ellefu stig, og nokkrum mínútum síðar var hann aðeins sjö stig. Heimamenn börðust gríðarlega í vörninni og það hafði mjög jákvæð áhrif á þeirra leik. Rétt undir lok þriðja leikhluta náði Stjarnan að jafna metin með magnaðri flautu körfu frá Margréti Köru Sturludóttur en hún náði frákastinu sitjandi á gólfinu og bara kastaði boltanum ofan í. Staðan 50-50 eftir þrjá leikhluta. Gríðarleg orka fór í það að jafna leikinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og í fjórða leikhluta virtist hún fer búin. Grindvíkingar keyrðu aðeins upp hraðan og fóru að spila hörku vörn. Þetta var bara of mikið fyrir Stjörnuna sem urðu að játa sig sigraða undir lok leiks, 68-58. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig en Stjarnan enn í því næst neðsta með aðeins fjögur stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og Whitney Michelle Frazier var með 23 stig fyrir Grindavík.Stjarnan-Grindavík 58-68 (13-27, 11-11, 26-12, 8-18) Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 21/5 fráköst/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 12/14 fráköst/5 stolnir, Kristín Fjóla Reynisdóttir 6, Eva María Emilsdóttir 4/4 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 23/8 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Hrund Skuladóttir 2. Daníel: Sem betur fer byrjuðum við vel„Blessunarlega áttum við mjög góðan fyrsta leikhluta og hann lagði bara gruninn að þessum sigri í kvöld,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn mjög sterkt en að sama skapi var annar, þriðji og fjórði leikhluti bara mjög slakur hjá okkur. Við verðum bara að læra af þessu og byggja á því góða.“ Daníel segir að liðið hafi ekki vanmetið Stjörnuna í kvöld. „Þær komu bara sterkar inn í síðari hálfleikinn og við áttum bara erfitt með að bregðast þeirra svæðisvörn á tíma. Það er auðvitað líka alltaf erfitt að vera elta allan leikinn og við voru með meiri orku undir lokin.“ Baldur: Grófum okkar eigin gröf í byrjun„Við vorum bara ennþá í upphitun í fyrsta leikhluta,“ segir Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þetta var bara skelfilegt og við grófum okkar eigin gröf í byrjun. Síðan vorum við bara að elta þær allan leikinn og komumst inn í hann með mikilli baráttu.“ Baldur segist samt vera ánægður með stelpurnar að hafa komið til baka. „Það sýndi mikinn karakter en samt slæmt að vera komin í þessa stöðu. Þetta var eins og að byrja með tuttugu stig í mínus.“ Chelsie Alexa Schweers er meidd í liði Stjörnunnar. „Hún er með brákað bein í hendinni og verður frá fram að áramótum.“ Sigrún: Við ætlum okkur alla leið„Við byrjuðum leikinn mjög vel og sjálfsagt besti fyrsti leikhluti hjá liðinu í vetur,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, eftir leikinn í kvöld. „Við getum vissulega byggt á þeirri frammistöðu en síðari hálfleikurinn var bara alls ekki nægilega góður. Þetta var bara einbeitingarleysi hjá okkur, við vorum að kasta boltanum oft frá okkur.“ Hún segir að þessi mistök séu samt þess eðlis að auðvelt sé að laga þau. „Þetta er farið að líta vel út fyrir okkur og við ætlum okkur stóra hluti í vetur. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur alla leik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Grindavík vann góðan sigur á Stjörnunni, 68-58, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Kanalausar Stjörnustúlkur hófu leikinn mjög illa og komst Grindavík fljótlega í 14-2 strax á upphafsmínútum leiksins. Það gekk ekkert eftir hjá heimamönnum í upphafi leiksins og sú eina sem var með lífsmarki var Ragna Margrét Brynjarsdóttir en hún gerði níu stig í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir þann fjórðung var 27-13 fyrir Grindavík. Í öðrum leikhluta hélt Grindavík fengnum hlut og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með Sigrúnu Sjöfn Ámundardóttur undir körfunni hjá Grindavík. Michelle Whitney Frazier var einnig góð fyrir gestina frá Grindavík. Staðan í hálfleik var 38-24 og enn fjórtán stiga munur. Stjarnan byrjaði virkilega vel í síðari hálfleiknum og náðu strax að minnka muninn niður í ellefu stig, og nokkrum mínútum síðar var hann aðeins sjö stig. Heimamenn börðust gríðarlega í vörninni og það hafði mjög jákvæð áhrif á þeirra leik. Rétt undir lok þriðja leikhluta náði Stjarnan að jafna metin með magnaðri flautu körfu frá Margréti Köru Sturludóttur en hún náði frákastinu sitjandi á gólfinu og bara kastaði boltanum ofan í. Staðan 50-50 eftir þrjá leikhluta. Gríðarleg orka fór í það að jafna leikinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og í fjórða leikhluta virtist hún fer búin. Grindvíkingar keyrðu aðeins upp hraðan og fóru að spila hörku vörn. Þetta var bara of mikið fyrir Stjörnuna sem urðu að játa sig sigraða undir lok leiks, 68-58. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig en Stjarnan enn í því næst neðsta með aðeins fjögur stig. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og Whitney Michelle Frazier var með 23 stig fyrir Grindavík.Stjarnan-Grindavík 58-68 (13-27, 11-11, 26-12, 8-18) Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 21/5 fráköst/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 15/5 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 12/14 fráköst/5 stolnir, Kristín Fjóla Reynisdóttir 6, Eva María Emilsdóttir 4/4 fráköst.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 23/8 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Hrund Skuladóttir 2. Daníel: Sem betur fer byrjuðum við vel„Blessunarlega áttum við mjög góðan fyrsta leikhluta og hann lagði bara gruninn að þessum sigri í kvöld,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn mjög sterkt en að sama skapi var annar, þriðji og fjórði leikhluti bara mjög slakur hjá okkur. Við verðum bara að læra af þessu og byggja á því góða.“ Daníel segir að liðið hafi ekki vanmetið Stjörnuna í kvöld. „Þær komu bara sterkar inn í síðari hálfleikinn og við áttum bara erfitt með að bregðast þeirra svæðisvörn á tíma. Það er auðvitað líka alltaf erfitt að vera elta allan leikinn og við voru með meiri orku undir lokin.“ Baldur: Grófum okkar eigin gröf í byrjun„Við vorum bara ennþá í upphitun í fyrsta leikhluta,“ segir Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þetta var bara skelfilegt og við grófum okkar eigin gröf í byrjun. Síðan vorum við bara að elta þær allan leikinn og komumst inn í hann með mikilli baráttu.“ Baldur segist samt vera ánægður með stelpurnar að hafa komið til baka. „Það sýndi mikinn karakter en samt slæmt að vera komin í þessa stöðu. Þetta var eins og að byrja með tuttugu stig í mínus.“ Chelsie Alexa Schweers er meidd í liði Stjörnunnar. „Hún er með brákað bein í hendinni og verður frá fram að áramótum.“ Sigrún: Við ætlum okkur alla leið„Við byrjuðum leikinn mjög vel og sjálfsagt besti fyrsti leikhluti hjá liðinu í vetur,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, eftir leikinn í kvöld. „Við getum vissulega byggt á þeirri frammistöðu en síðari hálfleikurinn var bara alls ekki nægilega góður. Þetta var bara einbeitingarleysi hjá okkur, við vorum að kasta boltanum oft frá okkur.“ Hún segir að þessi mistök séu samt þess eðlis að auðvelt sé að laga þau. „Þetta er farið að líta vel út fyrir okkur og við ætlum okkur stóra hluti í vetur. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur alla leik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“