Loginn innra með okkur öllum Sigríður Jónsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:15 Leikhópurinn Sómi þjóðar. Láttu bara eins og ég sé ekki hérna Tjarnarbíó Sómi þjóðar Að verkinu standa: Hannes Óli Ágústsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sara Hjördís Blöndal, Salóme R. Gunnarsdóttir, Sigurður Arent Jónsson, Tryggvi Gunnarsson og Ástbjörg Rut Jónsdóttir Leikhópurinn Sómi þjóðar frumsýndi tilraunaverkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna í Tjarnarbíói síðustu helgi. Hópurinn stendur fyrir þremur sýningum á leikárinu og ef þessi sýning gefur einhver fyrirheit um þá þriðju þá er vert að fylgjast með komandi verkefnum hans. Sýningunni er lýst af leikhópnum sem grískum þátttöku-harmleik, nokkuð gott nýyrði, en í stað þess að vera harmþrungið er andrúmsloftið afslappað og hlýtt en hópurinn varpar áleitnum spurningum til áhorfenda sem eru krafðir svara, þó á einstaklega frumlegan og tæknivæddan hátt. Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Hannes Óli Ágústsson sem ferst verkefnið einstaklega vel úr hendi en hópurinn allur kemur að umgjörðinni og innihaldinu. Mælt er með að tilvonandi áhorfendur mæti vel klæddir til leiks, hluti af sýningunni gerist utandyra, þó bara stutta stund í hvert skipti. Einungis sex áhorfendur komast á hverja sýningu og skapast áhugaverð stemming þegar þátttakendur eru svo fáir. Nándin verður bæði þægileg en einnig örlítið óþægileg á köflum. Prómeþeus, heimspekihugmyndir Konfúsíusar og guðinn í vélinni mæta áhorfendum á þessu ferðalagi, en áhorfendur taka líka þátt í skoðanakönnunum þar sem spurningarnar fara út um víðan völl, frá hinu hversdagslega, til hins persónulega og hins rammpólitíska. Spurningalistarnir eru í formi persónuleikaprófa þar sem eftirlit af ýmsu tagi sem og siðferðisspurningar eru tekin fyrir, og alltaf er einhver að hlusta, taka upp eða fylgjast með. Þó eru spurningarnar ekki alltaf grafalvarlegar og eru stundum bráðfyndnar, sem og niðurstöður persónuleikaprófsins. Samkvæmt þjóðsögunni fórnaði títaninn Prómeþeus sjálfum sér til að færa mannkynninu eldinn sem hann stal frá guðunum. Fyrir þennan verknað var honum grimmilega refsað. Hægt er að túlka gjörðir hans og tengja við fórnir þeirra sem vilja upplýsa almenning í nútímasamfélagi, ekki þá síst Edward Snowden og Chelsea Manning. Hverju erum við tilbúin til að fórna fyrir öryggi okkar, fjölskyldu okkar eða mannkynsins? Sýningin fer að mestu fram á efri hæðum Tjarnarbíós, baka til, í frekar óhefðbundnum rýmum sem eru nýtt á skapandi hátt. Áhorfendur flæða fram og til baka á milli mismunandi rýma, en alltaf bjóða herbergin upp á eitthvað nýtt. Tilfærslurnar eru virkilega vel gerðar sem og lýsingin. Einnig koma margar útgáfur af pöndum mikið við sögu, bæði í búningaformi og í formi flótta, en áhorfendur hörfa í þeirra faðm þegar þeir eru ekki tilbúnir eða hreinlega geta ekki svarað ákveðnum spurningum. Hópurinn hefði varla getað verið heppnari með veður þetta snæviþakta sunnudagskvöld, meira að segja kirkjuklukkurnar slógu í takt við verkið. Lokasena verksins er sérlega eftirminnileg og hugljúf en ómögulegt er að ljóstra upp um framkvæmd hennar án þess að skemma fyrir. Heimspekilegu pælingarnar rista stundum svolítið grunnt en ósvöruðu spurningar sitja eftir og gefa sýningunni hugmyndafræðilega dýpt. Sómi þjóðar er virkilega spennandi leikhópur og eru meðlimir hans óhræddir við að takast á við stórar spurningar. Fagurfræði þeirra er virkilega vel úthugsuð og húmorinn aldrei langt undan.Niðurstaða: Áleitin og einstaklega vel heppnuð tilraunasýning sem kemur sífellt á óvart. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Láttu bara eins og ég sé ekki hérna Tjarnarbíó Sómi þjóðar Að verkinu standa: Hannes Óli Ágústsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sara Hjördís Blöndal, Salóme R. Gunnarsdóttir, Sigurður Arent Jónsson, Tryggvi Gunnarsson og Ástbjörg Rut Jónsdóttir Leikhópurinn Sómi þjóðar frumsýndi tilraunaverkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna í Tjarnarbíói síðustu helgi. Hópurinn stendur fyrir þremur sýningum á leikárinu og ef þessi sýning gefur einhver fyrirheit um þá þriðju þá er vert að fylgjast með komandi verkefnum hans. Sýningunni er lýst af leikhópnum sem grískum þátttöku-harmleik, nokkuð gott nýyrði, en í stað þess að vera harmþrungið er andrúmsloftið afslappað og hlýtt en hópurinn varpar áleitnum spurningum til áhorfenda sem eru krafðir svara, þó á einstaklega frumlegan og tæknivæddan hátt. Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Hannes Óli Ágústsson sem ferst verkefnið einstaklega vel úr hendi en hópurinn allur kemur að umgjörðinni og innihaldinu. Mælt er með að tilvonandi áhorfendur mæti vel klæddir til leiks, hluti af sýningunni gerist utandyra, þó bara stutta stund í hvert skipti. Einungis sex áhorfendur komast á hverja sýningu og skapast áhugaverð stemming þegar þátttakendur eru svo fáir. Nándin verður bæði þægileg en einnig örlítið óþægileg á köflum. Prómeþeus, heimspekihugmyndir Konfúsíusar og guðinn í vélinni mæta áhorfendum á þessu ferðalagi, en áhorfendur taka líka þátt í skoðanakönnunum þar sem spurningarnar fara út um víðan völl, frá hinu hversdagslega, til hins persónulega og hins rammpólitíska. Spurningalistarnir eru í formi persónuleikaprófa þar sem eftirlit af ýmsu tagi sem og siðferðisspurningar eru tekin fyrir, og alltaf er einhver að hlusta, taka upp eða fylgjast með. Þó eru spurningarnar ekki alltaf grafalvarlegar og eru stundum bráðfyndnar, sem og niðurstöður persónuleikaprófsins. Samkvæmt þjóðsögunni fórnaði títaninn Prómeþeus sjálfum sér til að færa mannkynninu eldinn sem hann stal frá guðunum. Fyrir þennan verknað var honum grimmilega refsað. Hægt er að túlka gjörðir hans og tengja við fórnir þeirra sem vilja upplýsa almenning í nútímasamfélagi, ekki þá síst Edward Snowden og Chelsea Manning. Hverju erum við tilbúin til að fórna fyrir öryggi okkar, fjölskyldu okkar eða mannkynsins? Sýningin fer að mestu fram á efri hæðum Tjarnarbíós, baka til, í frekar óhefðbundnum rýmum sem eru nýtt á skapandi hátt. Áhorfendur flæða fram og til baka á milli mismunandi rýma, en alltaf bjóða herbergin upp á eitthvað nýtt. Tilfærslurnar eru virkilega vel gerðar sem og lýsingin. Einnig koma margar útgáfur af pöndum mikið við sögu, bæði í búningaformi og í formi flótta, en áhorfendur hörfa í þeirra faðm þegar þeir eru ekki tilbúnir eða hreinlega geta ekki svarað ákveðnum spurningum. Hópurinn hefði varla getað verið heppnari með veður þetta snæviþakta sunnudagskvöld, meira að segja kirkjuklukkurnar slógu í takt við verkið. Lokasena verksins er sérlega eftirminnileg og hugljúf en ómögulegt er að ljóstra upp um framkvæmd hennar án þess að skemma fyrir. Heimspekilegu pælingarnar rista stundum svolítið grunnt en ósvöruðu spurningar sitja eftir og gefa sýningunni hugmyndafræðilega dýpt. Sómi þjóðar er virkilega spennandi leikhópur og eru meðlimir hans óhræddir við að takast á við stórar spurningar. Fagurfræði þeirra er virkilega vel úthugsuð og húmorinn aldrei langt undan.Niðurstaða: Áleitin og einstaklega vel heppnuð tilraunasýning sem kemur sífellt á óvart.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira