Handbolti

ÍR-ingum skellt aftur á jörðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Haukar eru enn með tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla eftir sigur á ÍR-ingum í kvöld, 26-20.

ÍR, sem vann sinn fyrsta sigur í langan tíma er liðið lagði Val að velli í síðustu umferð, var aðeins einu marki undir að loknum fyrri hálfleik, 12-11.

Haukar höfðu svo undirtökin í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Adam Haukur Baumruk skoraði sjö mörk fyrir Hauka og þeir Janus Daði Smárason og Einar Pétur Pétursson fjögur hvor.

Sturla Ásgeirsson skoraði sex mörk fyrir ÍR og Jón Kristinn Björgvinsson fimm. Aðrir leikmenn skoruðu tvö mörk eða minna.

ÍR - Haukar 20-26 (11-12)

Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 6, Jón Kristinn Björgvinsson 5, Bjarni Fritzson 2, Arnar Birkir Hálfdánarson 2, Daníel Berg Grétarsson 2, Sveinn Andri Sveinsson 1, Sigurður Óli Rúnarsson 1, Davíð Georgsson 1.

Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 7, Einar Pétur Einarsson 4, Janus Daði Smárason 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Elías Már Halldórsson 1, Brimir Björnsson 1, Egill Eiríksson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×