Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:42 Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR. Vísir/Daníel Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund) Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund)
Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira