Núðlur í bland við KFC um jólin í Japan 6. desember 2015 11:00 Arnar Þór Jensson ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum þeirra hjóna. ÚR EINKASAFNI Arnar Þór Jensson hefur búið í Japan um tólf ára skeið þar sem hann stýrir fyrirtæki sínu sem heitir Cooori. Japanskt samfélag er gjörólíkt því íslenska og segir Arnar landið raunar ólíkt nokkru öðru landi sem hann hefur búið í eða heimsótt. Líklegast sé það þó einmitt ástæða þess að hann búi þar enn tólf árum síðar; það eru áskoranirnar sem halda honum þar. Eftir tólf ára búsetu er fátt sem kemur honum á óvart varðandi japanskt samfélag. „Maður veit að menningin er gjörólík og lifir einfaldlega eftir því. Þó er ýmislegt sem hefur komið mér á óvart, t.d. hversu troðnar lestir geta verið, hversu langt Japan er frá Hokkaídó í norðri til Okinawa í suðri, hversu óhemju stór Tókýó er, hversu dýrar melónur eru og hversu tæknileg klósettin eru svo fátt eitt sé nefnt.“KFC um jólin Japanir halda ekki eiginleg jól eins og Íslendingar enda landsmenn að stærstum hluta búddatrúar eða sjintótrúar. Með tilkomu vestrænna áhrifa hefur þó orðið til hefð fyrir því að skreyta fyrir jólin og mörg stræti og búðir eru upplýstar með fallegum og tilkomumiklum jólaskreytingum. „Það hefur líka einhverra hluta vegna orðið hefð fyrir því í Japan að fá sér Kentucky Fried Chicken á aðfangadag sem auk þess er dagur stefnumóta. Allt jólaskraut er þó tekið niður 25. desember. Það eru engir opinberir frídagar á þessum tíma utan 23. desember sem er afmælisdagur keisarans.“Engin jólasteik Þegar Arnar var að klára lokaritgerð sína í háskólanáminu í Japan fyrir nokkrum árum vann hann bæði 24. og 25. desember því skil voru 26. desember. „Það var undarleg tilfinning að sitja fastur við skriftir á meðan maður hugsaði til fjölskyldunnar hinum megin á hnettinum, borðandi jólasteikina og opnandi pakka. Þá daga minnir mig að ég hafi fengið mér núðlusúpu á næsta götuhorni.“ Um áramót eru hins vegar mikil hátíðarhöld í Japan þar sem fjölskyldur hittast og dvelja saman í nokkra daga. „Þá eru kræsingar á borðum sem kallast osechi sem er til að mynda soðið sjávarþang, fiskikökur, sætar svartar sojabaunir og hrísgrjónakökur. Þetta er tími þar sem póstkort eru send til vina og ættingja til að þakka fyrir árið. Á miðnætti þann 31. desember er klukkum hringt í hofum og svo er átt góða stund með fjölskyldunni fyrir framan vinsælan sjónvarpsþátt.“Japanir halda ekki eiginleg jól eins og Íslendingar. Með tilkomu vestrænna áhrifa hefur þó orðið til hefð fyrir því að skreyta stræti og verslanir fyrir jólin. Skreytingar eru þó teknar niður 25. desember.MYND/GETTYGott að komast heim Arnar er þó sjálfur mikið jólabarn að eigin sögn og hefur reynt reynt að halda við hefðum og mynda þessa einstöku tilfinningu sem jólin gefa. Hann á japanska eiginkonu og saman eiga þau tvo litla drengi, Evan Ágúst 2 ára og Alan Kristófer sem er 8 mánaða. „Við kaupum ekta jólatré í IKEA, skreytum heimilið og borðum góðan mat á aðfangadag. Svo eru opnaðir pakkar eins og hefðir gera ráð fyrir. Við höfum líka komið oft til Íslands um jólin því það er ekkert sem jafnast á við að fagna jólunum með ömmu, foreldrum og bræðrum, fara svo í Dómkirkjuna, sjá sama fólkið og hlýða á góða tónlist.“Margt sameiginlegt Utan vinnunnar snýst líf Arnars að mestu leyti um fjölskylduna. „Við förum í almenningsgarðana, á ströndina og á skíði. Þetta er allt saman í um klukkutíma fjarlægð frá Tókýó enda borgin iðulega valin sú besta til að búa í. Það sem heillar þó hvað mest við þjóðina er hversu kurteist og almennilegt fólk er hér.“ Helsti munur á Íslendingum og Japönum að mati Arnars er hversu planað og agað fólk Japanir eru. „Hjá þeim þekkist ekki „þetta reddast“ viðhorf eins og hjá okkur. Það er þó margt sameiginlegt með löndunum, til að mynda eru þetta báðar eyþjóðir þar sem mikill fiskur er borðaður. Eldfjöll og jarðskjálftar eru jafnvel algengari hér en á Íslandi og svo er hefð fyrir heitum náttúrulegum böðum á báðum stöðum svo ekki sé minnst á hvalveiðarnar.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Íslenskt sprotafyrirtæki vann til verðlauna í Japan Íslenska sprotafyrirtækið Cooori varð í þriðja sæti í undanúrslitum frumkvöðlakeppninnar Japan Night í Tokyo síðastliðinn laugardag. 9. október 2013 11:41 Íslenska sprotafyrirtækið Coori vann til verðlauna í San Francisco Cooori sigraði í úrslitum frumkvöðlakeppninnar "Japan Night“ í San Francisco þann 7. nóvember síðastliðinn. 21. nóvember 2013 09:28 Íslendingar kenna ensku í Japan Coori er ungt íslenskt sprotafyrirtæki sem starfar í mörgum löndum. 26. mars 2014 23:30 Mest lesið Gilsbakkaþula Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Sósan má ekki klikka Jól Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól
Arnar Þór Jensson hefur búið í Japan um tólf ára skeið þar sem hann stýrir fyrirtæki sínu sem heitir Cooori. Japanskt samfélag er gjörólíkt því íslenska og segir Arnar landið raunar ólíkt nokkru öðru landi sem hann hefur búið í eða heimsótt. Líklegast sé það þó einmitt ástæða þess að hann búi þar enn tólf árum síðar; það eru áskoranirnar sem halda honum þar. Eftir tólf ára búsetu er fátt sem kemur honum á óvart varðandi japanskt samfélag. „Maður veit að menningin er gjörólík og lifir einfaldlega eftir því. Þó er ýmislegt sem hefur komið mér á óvart, t.d. hversu troðnar lestir geta verið, hversu langt Japan er frá Hokkaídó í norðri til Okinawa í suðri, hversu óhemju stór Tókýó er, hversu dýrar melónur eru og hversu tæknileg klósettin eru svo fátt eitt sé nefnt.“KFC um jólin Japanir halda ekki eiginleg jól eins og Íslendingar enda landsmenn að stærstum hluta búddatrúar eða sjintótrúar. Með tilkomu vestrænna áhrifa hefur þó orðið til hefð fyrir því að skreyta fyrir jólin og mörg stræti og búðir eru upplýstar með fallegum og tilkomumiklum jólaskreytingum. „Það hefur líka einhverra hluta vegna orðið hefð fyrir því í Japan að fá sér Kentucky Fried Chicken á aðfangadag sem auk þess er dagur stefnumóta. Allt jólaskraut er þó tekið niður 25. desember. Það eru engir opinberir frídagar á þessum tíma utan 23. desember sem er afmælisdagur keisarans.“Engin jólasteik Þegar Arnar var að klára lokaritgerð sína í háskólanáminu í Japan fyrir nokkrum árum vann hann bæði 24. og 25. desember því skil voru 26. desember. „Það var undarleg tilfinning að sitja fastur við skriftir á meðan maður hugsaði til fjölskyldunnar hinum megin á hnettinum, borðandi jólasteikina og opnandi pakka. Þá daga minnir mig að ég hafi fengið mér núðlusúpu á næsta götuhorni.“ Um áramót eru hins vegar mikil hátíðarhöld í Japan þar sem fjölskyldur hittast og dvelja saman í nokkra daga. „Þá eru kræsingar á borðum sem kallast osechi sem er til að mynda soðið sjávarþang, fiskikökur, sætar svartar sojabaunir og hrísgrjónakökur. Þetta er tími þar sem póstkort eru send til vina og ættingja til að þakka fyrir árið. Á miðnætti þann 31. desember er klukkum hringt í hofum og svo er átt góða stund með fjölskyldunni fyrir framan vinsælan sjónvarpsþátt.“Japanir halda ekki eiginleg jól eins og Íslendingar. Með tilkomu vestrænna áhrifa hefur þó orðið til hefð fyrir því að skreyta stræti og verslanir fyrir jólin. Skreytingar eru þó teknar niður 25. desember.MYND/GETTYGott að komast heim Arnar er þó sjálfur mikið jólabarn að eigin sögn og hefur reynt reynt að halda við hefðum og mynda þessa einstöku tilfinningu sem jólin gefa. Hann á japanska eiginkonu og saman eiga þau tvo litla drengi, Evan Ágúst 2 ára og Alan Kristófer sem er 8 mánaða. „Við kaupum ekta jólatré í IKEA, skreytum heimilið og borðum góðan mat á aðfangadag. Svo eru opnaðir pakkar eins og hefðir gera ráð fyrir. Við höfum líka komið oft til Íslands um jólin því það er ekkert sem jafnast á við að fagna jólunum með ömmu, foreldrum og bræðrum, fara svo í Dómkirkjuna, sjá sama fólkið og hlýða á góða tónlist.“Margt sameiginlegt Utan vinnunnar snýst líf Arnars að mestu leyti um fjölskylduna. „Við förum í almenningsgarðana, á ströndina og á skíði. Þetta er allt saman í um klukkutíma fjarlægð frá Tókýó enda borgin iðulega valin sú besta til að búa í. Það sem heillar þó hvað mest við þjóðina er hversu kurteist og almennilegt fólk er hér.“ Helsti munur á Íslendingum og Japönum að mati Arnars er hversu planað og agað fólk Japanir eru. „Hjá þeim þekkist ekki „þetta reddast“ viðhorf eins og hjá okkur. Það er þó margt sameiginlegt með löndunum, til að mynda eru þetta báðar eyþjóðir þar sem mikill fiskur er borðaður. Eldfjöll og jarðskjálftar eru jafnvel algengari hér en á Íslandi og svo er hefð fyrir heitum náttúrulegum böðum á báðum stöðum svo ekki sé minnst á hvalveiðarnar.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Íslenskt sprotafyrirtæki vann til verðlauna í Japan Íslenska sprotafyrirtækið Cooori varð í þriðja sæti í undanúrslitum frumkvöðlakeppninnar Japan Night í Tokyo síðastliðinn laugardag. 9. október 2013 11:41 Íslenska sprotafyrirtækið Coori vann til verðlauna í San Francisco Cooori sigraði í úrslitum frumkvöðlakeppninnar "Japan Night“ í San Francisco þann 7. nóvember síðastliðinn. 21. nóvember 2013 09:28 Íslendingar kenna ensku í Japan Coori er ungt íslenskt sprotafyrirtæki sem starfar í mörgum löndum. 26. mars 2014 23:30 Mest lesið Gilsbakkaþula Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Sósan má ekki klikka Jól Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól
Íslenskt sprotafyrirtæki vann til verðlauna í Japan Íslenska sprotafyrirtækið Cooori varð í þriðja sæti í undanúrslitum frumkvöðlakeppninnar Japan Night í Tokyo síðastliðinn laugardag. 9. október 2013 11:41
Íslenska sprotafyrirtækið Coori vann til verðlauna í San Francisco Cooori sigraði í úrslitum frumkvöðlakeppninnar "Japan Night“ í San Francisco þann 7. nóvember síðastliðinn. 21. nóvember 2013 09:28
Íslendingar kenna ensku í Japan Coori er ungt íslenskt sprotafyrirtæki sem starfar í mörgum löndum. 26. mars 2014 23:30