Vaxandi vá í vetrarríki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Harry Þór Hólmgeirsson hreinsaði snjó af þaki hótelsins 1919 í Hafnarstræti í Reykjavík í gær. vísir/Vilhelm „Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir. Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
„Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir.
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“