Maður gerir kröfur til þess að lykilleikmenn ÍR séu í betra standi Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 13:30 Bjarni, spilandi þjálfari ÍR, í leik með liðinu í vor. Vísir/Andri Marinó Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“ Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49