Fótbolti

Van Gaal: Ekki nægilega góðir til þess að vinna Meistaradeildina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það var þungt yfir Van Gaal og Giggs eftir 0-0 jafnteflið gegn PSV á dögunum.
Það var þungt yfir Van Gaal og Giggs eftir 0-0 jafnteflið gegn PSV á dögunum. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki nægilega gott til þess að gera atlögu að Meistaradeildartitlinum.

Lærisveinar Van Gaal undirbúa sig þessa dagana fyrir leik gegn Wolfsburg í Þýskalandi á þriðjudaginn en Manchester United þarf á sigri að halda til þess að vera öruggir með sæti í 16-liða úrslitunum.

Jafntefli dugar Manchester United fari svo að PSV takist ekki að sigra CSKA Moskvu á heimavelli en Van Gaal segir að leikmannahópur liðsins sé ekki nægilega góður til þess að fara alla leið í keppninni.

„Ég held að liðið sé ekki nægilega gott til þess að hampa titlinum í maí. Kannski á næsta ári eftir að við erum búnir að styrkja liðið. Ég þarf að vera raunsær, ég er ánægður með hópinn núna en það er hægt að styrkja nokkrar stöður á vellinum,“ sagði Van Gaal sem sagðist vera bjartsýnn fyrir leikinn í Þýskalandi.

„Við getum farið og unnið í Þýskalandi. Við unnum fyrri leikinn gegn Wolfsburg en við vitum að þeir munu ekki sækja mikið. Við þurfum að skora í leiknum og vonandi verður heppnin með okkur í leiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×