Fótbolti

Lést eftir hjartaáfall á Mestalla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jöfnunarmarki Valencia fagnað í gær.
Jöfnunarmarki Valencia fagnað í gær. Vísir/AFP
Fjölmiðlar á Spáni greina frá því að 42 karlmaður lést í gærkvöldi eftir að hafa fengið hjartaáfall á Mestalla, heimavelli Valencia, fyrr um daginn.

Valencia tók þá á móti toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni en maðurinn fékk hjartaáfall þegar hann fagnaði jöfnunarmarki heimamanna, sem Santi Mina skoraði á 86. mínútu.

Sjá einnig: Valencia krækti í stig gegn Barcelona á lokamínútum leiksins

Félagið greindi frá andláti stuðningsmannsins á heimasíðu sinni og vottaði fjölskyldu hans samúð sína.

Gary Neville var fyrr í vikunni ráðinn knattspyrnustjóri Valencia og var hann meðal áhorfenda í stúkunni. Hann tekur formlega við starfinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×