Fótbolti

Suárez: Ég steig ekki viljandi á Abdennour

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez og Abdennour eigast við.
Suárez og Abdennour eigast við. vísir/getty
Luís Suárez, framherji Barcelona, þvertekur fyrir að hafa stigið viljandi á Aymen Abdennour, varnarmann Valencia, í leik liðanna á laugardaginn.

Suárez virtist stíga ofan á Abdennour í byrjun seinni hálfleiks, skömmu áður en hann kom Barcelona yfir.

„Ég steig ekki viljandi á Abdennour,“ sagði Suárez, sakleysið uppmálað, eftir leik.

„Ég sneri mér við, steig á hann og þess vegna baðst ég afsökunar,“ bætti Úrúgvæinn við.

Mark Suárez dugði Barcelona ekki til sigurs en Santi Mina jafnaði metin fjórum mínútum leikslok. Fyrir leikinn á laugardaginn höfðu Börsungar unnið sex leiki í röð í spænsku úrvalsdeildinni.

Eftir leiki helgarinnar er Barcelona með tveggja stiga forskot á Atletico Madrid á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×