Nýting orkulinda Íslands dregur úr gróðurhúsaáhrifum Hörður Arnarson skrifar 8. desember 2015 07:00 Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar