Á pari við það versta sem Eyjamenn hafa séð Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2015 21:03 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir Eyjamenn standa saman sem einn maður. „Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
„Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18