Bandaríkin ekki í stríði við múslima Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2015 06:00 Obama Bandaríkjaforseti flutti ávarpið frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægið. Fréttablaðið/EPA Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira