Rafmagn fór út víða á landinu: Farsímasendar liggja líka niðri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. desember 2015 23:23 Svæðin eru gróflega dregin samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum og Landsneti. Svona var staðan um miðnætti. Vísir/Loftmyndir Rafmagnslaust varð á öllu Austurlandi og Austfjörðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Eyjafjarðarsvæðinu, þar á meðal Akureyri og nærsveitum. Þá varð einnig rafmagnslaust á Suðausturlandi frá Tröllaskaga að Kirkjubæjarklaustri. Sjá einnig: Miðbær Akureyrar minnir helst á hálendið650 björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu.Vísir/VilhelmUnnið er að því að koma rafmagni á aftur á Akureyri en rafmagn verður skammtað ef það tekst. Viðgerðarflokkur sem fór að kanna ástand Rangárvallarlínu, sem ber rafmagn til Akureyrar, þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Rafmagn datt aftur út af Austurlandi að hluta, eftir að hafa komið inn um hálf tólf í gærkvöldi. Varastöðin í Bolungarvík er komin í rekstur og uppbygging flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum hafin. Enn er þó ekki komið rafmagn á þar. Komið hefur í ljós að bilun er í tengivirkinu í Breiðadal við Önundarfjörð en vegna veðurs er ekki hægt að senda menn þangað. Áfram verður því rafmagnslaust þar. Tekist hefur að koma Prestbakkalínu á milli Prestbakka og Hóla í rekstur og er rafmagn því væntanlegt til notenda út frá Hólum í Hornafirði og Teigarhorni við Djúpavog. Línan á milli Teigarhorns og Hryggstekks er hins vegar enn úti en viðgerðarmenn eru á leiðinni þangað með snjóbíl.Svona var staðan um ellefu í kvöld.Vísir/LoftmyndirAlmannavarnir segja að farsímasendar á Höfðabrekku og Kirkjubæjarklaustri séu úti vegna rafmagnsleysisins. Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru einnig úti en vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli. Í talsímakerfi eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík stöðvar á varaafli. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi. Til viðbótar eru truflanir á örbylgjusendum.Uppfært klukkan 00.54Unnið var hörðum höndum að því að halda rafmagnsflutningskerfi landsins gangandi í aðgerðastöð Landsnets í kvöldLandsnetHér fyrir neðan má sjá nýjustu upplýsingar frá Facebook-síðu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Rafmagnslaust varð á öllu Austurlandi og Austfjörðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Eyjafjarðarsvæðinu, þar á meðal Akureyri og nærsveitum. Þá varð einnig rafmagnslaust á Suðausturlandi frá Tröllaskaga að Kirkjubæjarklaustri. Sjá einnig: Miðbær Akureyrar minnir helst á hálendið650 björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu.Vísir/VilhelmUnnið er að því að koma rafmagni á aftur á Akureyri en rafmagn verður skammtað ef það tekst. Viðgerðarflokkur sem fór að kanna ástand Rangárvallarlínu, sem ber rafmagn til Akureyrar, þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Rafmagn datt aftur út af Austurlandi að hluta, eftir að hafa komið inn um hálf tólf í gærkvöldi. Varastöðin í Bolungarvík er komin í rekstur og uppbygging flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum hafin. Enn er þó ekki komið rafmagn á þar. Komið hefur í ljós að bilun er í tengivirkinu í Breiðadal við Önundarfjörð en vegna veðurs er ekki hægt að senda menn þangað. Áfram verður því rafmagnslaust þar. Tekist hefur að koma Prestbakkalínu á milli Prestbakka og Hóla í rekstur og er rafmagn því væntanlegt til notenda út frá Hólum í Hornafirði og Teigarhorni við Djúpavog. Línan á milli Teigarhorns og Hryggstekks er hins vegar enn úti en viðgerðarmenn eru á leiðinni þangað með snjóbíl.Svona var staðan um ellefu í kvöld.Vísir/LoftmyndirAlmannavarnir segja að farsímasendar á Höfðabrekku og Kirkjubæjarklaustri séu úti vegna rafmagnsleysisins. Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru einnig úti en vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli. Í talsímakerfi eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík stöðvar á varaafli. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi. Til viðbótar eru truflanir á örbylgjusendum.Uppfært klukkan 00.54Unnið var hörðum höndum að því að halda rafmagnsflutningskerfi landsins gangandi í aðgerðastöð Landsnets í kvöldLandsnetHér fyrir neðan má sjá nýjustu upplýsingar frá Facebook-síðu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira