Rafmagn fór út víða á landinu: Farsímasendar liggja líka niðri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. desember 2015 23:23 Svæðin eru gróflega dregin samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum og Landsneti. Svona var staðan um miðnætti. Vísir/Loftmyndir Rafmagnslaust varð á öllu Austurlandi og Austfjörðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Eyjafjarðarsvæðinu, þar á meðal Akureyri og nærsveitum. Þá varð einnig rafmagnslaust á Suðausturlandi frá Tröllaskaga að Kirkjubæjarklaustri. Sjá einnig: Miðbær Akureyrar minnir helst á hálendið650 björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu.Vísir/VilhelmUnnið er að því að koma rafmagni á aftur á Akureyri en rafmagn verður skammtað ef það tekst. Viðgerðarflokkur sem fór að kanna ástand Rangárvallarlínu, sem ber rafmagn til Akureyrar, þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Rafmagn datt aftur út af Austurlandi að hluta, eftir að hafa komið inn um hálf tólf í gærkvöldi. Varastöðin í Bolungarvík er komin í rekstur og uppbygging flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum hafin. Enn er þó ekki komið rafmagn á þar. Komið hefur í ljós að bilun er í tengivirkinu í Breiðadal við Önundarfjörð en vegna veðurs er ekki hægt að senda menn þangað. Áfram verður því rafmagnslaust þar. Tekist hefur að koma Prestbakkalínu á milli Prestbakka og Hóla í rekstur og er rafmagn því væntanlegt til notenda út frá Hólum í Hornafirði og Teigarhorni við Djúpavog. Línan á milli Teigarhorns og Hryggstekks er hins vegar enn úti en viðgerðarmenn eru á leiðinni þangað með snjóbíl.Svona var staðan um ellefu í kvöld.Vísir/LoftmyndirAlmannavarnir segja að farsímasendar á Höfðabrekku og Kirkjubæjarklaustri séu úti vegna rafmagnsleysisins. Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru einnig úti en vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli. Í talsímakerfi eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík stöðvar á varaafli. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi. Til viðbótar eru truflanir á örbylgjusendum.Uppfært klukkan 00.54Unnið var hörðum höndum að því að halda rafmagnsflutningskerfi landsins gangandi í aðgerðastöð Landsnets í kvöldLandsnetHér fyrir neðan má sjá nýjustu upplýsingar frá Facebook-síðu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Rafmagnslaust varð á öllu Austurlandi og Austfjörðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Eyjafjarðarsvæðinu, þar á meðal Akureyri og nærsveitum. Þá varð einnig rafmagnslaust á Suðausturlandi frá Tröllaskaga að Kirkjubæjarklaustri. Sjá einnig: Miðbær Akureyrar minnir helst á hálendið650 björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu.Vísir/VilhelmUnnið er að því að koma rafmagni á aftur á Akureyri en rafmagn verður skammtað ef það tekst. Viðgerðarflokkur sem fór að kanna ástand Rangárvallarlínu, sem ber rafmagn til Akureyrar, þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Rafmagn datt aftur út af Austurlandi að hluta, eftir að hafa komið inn um hálf tólf í gærkvöldi. Varastöðin í Bolungarvík er komin í rekstur og uppbygging flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum hafin. Enn er þó ekki komið rafmagn á þar. Komið hefur í ljós að bilun er í tengivirkinu í Breiðadal við Önundarfjörð en vegna veðurs er ekki hægt að senda menn þangað. Áfram verður því rafmagnslaust þar. Tekist hefur að koma Prestbakkalínu á milli Prestbakka og Hóla í rekstur og er rafmagn því væntanlegt til notenda út frá Hólum í Hornafirði og Teigarhorni við Djúpavog. Línan á milli Teigarhorns og Hryggstekks er hins vegar enn úti en viðgerðarmenn eru á leiðinni þangað með snjóbíl.Svona var staðan um ellefu í kvöld.Vísir/LoftmyndirAlmannavarnir segja að farsímasendar á Höfðabrekku og Kirkjubæjarklaustri séu úti vegna rafmagnsleysisins. Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru einnig úti en vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli. Í talsímakerfi eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík stöðvar á varaafli. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi. Til viðbótar eru truflanir á örbylgjusendum.Uppfært klukkan 00.54Unnið var hörðum höndum að því að halda rafmagnsflutningskerfi landsins gangandi í aðgerðastöð Landsnets í kvöldLandsnetHér fyrir neðan má sjá nýjustu upplýsingar frá Facebook-síðu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira