Leggja til sextán milljarða aukaútgjöld og sautján milljarða tekjur á móti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2015 16:19 Stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um breytingartillögur við fjárlögin. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000 Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000
Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira