Erlent

Farook skipulagði árás þegar árið 2012

Atli Ísleifsson skrifar
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu.
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. MYND/BANDARÍSKA LANDAMÆRAEFTIRLITIÐ
Syed Farook, annar þeirra sem drápu fjórtán og særðu 21 í jólaveislu í borginni San Bernardino í síðustu viku, skipulagði árás með óþekktum manni þegar árið 2012.

Þetta kemur fram í frétt CNN.

Farook og eiginkona hans, Tashfeen Malik, féllu eftir skotbardaga við lögreglu skömmu eftir að hafa skotið gesti jólaveislu vinnustaðar Farook.

CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Farook hafi horfið frá áætlunum sínum um árás í Kaliforníu árið 2012 vegna frétta af lögregluaðgerðum gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í nágrenni San Bernardino.



Sjá einnig: Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014

Heimildarmenn CNN gefa ekki upp um hversu langt Farook var kominn í skipulagningu sinni eða hvaða afleiðingar árásin kynni að hafa.

Bandaríska alríkislögreglan FBI telur að þau Malik og Farook hafi orðið róttæk í skoðunum sínum löngu fyrir árásina í síðustu viku. Við rannsókn lögreglu fannst vopnabúr á heimili sínu, þar á meðal tólk rörasprengjur.

Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn

Upplýsingar komu fram í gær að parið hafi fengið vopnin sem þau notuðust við frá fjölskyldumeðlim. Samkvæmt opinberum gögnum fengu þau vopnin frá Enrique Marquez, en húsleit var gerð á heimili hans um helgina og hann yfirheyrður.

Á síðasta ári giftist Marquez konu að nafni Mariya Chernykh, en systir hennar er gift bróður Farook.

MSNBC hefur eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglu að Malik og Farook hafi haft frekari árásir í hyggju. Höfðu þau verið í samskiptum við íslamista bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og öfgasinnaða í nágenni Los Angeles-borgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×