Bandaríkin tilbúin til að hjálpa frekar í orrustunni um Ramadi Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2015 22:38 Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin til að senda Írökum frekari hjálp í orrustunni um Ramadi. Sú hjálp fæli meðal annars í sér fleiri hernaðarráðgjafa og árásarþyrlur. Íraskar sveitir hafa umkringt borgina og á síðustu vikum og mánuðum og sækja nú að miðju hennar. Hjálpin mun þó ekki berast óumbeðin. „Ef aðstæður kalla á slíka hjálp og forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi, biður um hana.“ Carter svaraði spurningum frá meðlimum þingnefndar sem hefur eftirlit með herafla Bandaríkjanna í dag. Vígamenn Íslamska ríkisins tóku borgina í leiftursókn í maí. Íraski herinn var niðurlægður af falli borgarinnar og er talið að um 200 vígamenn hafi tekið borgina af um tvö þúsund hermönnum.Sjá einnig: Leynivopn Íslamska ríkisinsCarter sagðist eiga von á hörðum átökum í borginni, en sagði íraskar sveitir hafa sýnt dug gegn gagnsóknum ISIS. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, formaður nefndarinnar, sagðist ekki sannfærður um að árásir úr lofti gætu einar og sér haldið aftur af ISIS og talaði um að senda hermenn þangað. Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarin misseri og segja margir að engin áætlun sé til um hvernig berjast eigi gegn ISIS. Stríðinu væri ekki lokið fyrr en Raqqa félli úr höndum þeirra. Enn væri enginn herafli til staðar sem hefði getu né vilja til að sækja gegn borginni og ekki væri útlit fyrir að slíkur afli yrði myndaður á næstunni.Carter sagði aftur á móti að til lengri tíma væri það slæm ákvörðun að senda hermenn til Írak og Sýrlands þar sem vera Bandaríkjamanna þar gæti leitt til mikillar fjölgunar vígamanna ISIS. Þá yrði það mikið vandamál að halda svæðinu til lengri tíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira