Sport

Íbúar í Hamborg vilja ekki Ólympíuleikana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
ÓL í Hamborg? Nei, takk segja íbúar.
ÓL í Hamborg? Nei, takk segja íbúar. vísir/getty

Ekkert verður af því að þýska borgin Hamborg sæki um að halda Ólympíuleikana árið 2024.

Íbúar borgarinnar, sem og íbúar í Kiel þar sem siglingakeppnin hefði farið fram, greiddu atkvæði gegn því að borgin haldi áfram að sækja um leikana. Kosningin var þó tæp en 51,7 prósent kusu gegn umsókninni.

Hamborg var ein fimm borga í slagnum um leikana. Hinar eru Róm, París, Búdapest og Los Angeles.

Þýskaland hefur ekki haldið Ólympíuleika síðan 1972 er leikarnir fóru fram í München.

Forkólfar þýska Ólympíusambandsins sögðust vera afar svekktir með þessa niðurstöðu því þarna hefði stórt tækifæri tapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×