Óskir fatlaðs fólks Ellen Calmon skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur!
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun