Umhverfismál – grímulausar vangaveltur Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Það er snúið að vera umhverfissinni af þeirri einföldu ástæðu að umhverfismál eru svo víðtæk og með óteljandi snertifleti. Þegar umhverfismál eru annars vegar eru málin því miður sjaldan bara svört eða hvít og við neyðumst til að takast á við grámann og óskýrleikann eftir bestu getu. Virkjanir og verksmiðjur eru eitt dæmið. Virkjanir eru oft risaframkvæmdir þar sem land fer undir vatn eða brennisteini er hleypt úr jarðhitageymum. Allar þessar virkjanahugmyndir eiga líka að knýja málmbræðslur sem puðra út úr sér gróðurhúsalofttegundum. Geta neikvæðu umhverfisáhrifin verið eitthvað skýrari? Reyndar er heildarmyndin flóknari en þetta því að nýjar virkjanir á Íslandi nota umhverfisvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að framleiða vörur á alþjóðamarkað sem einmitt bráðvantar vörur með mildara kolefnisspor. Til að gera myndina enn flóknari þá framleiða þessar málmbræðslur annars vegar ál og hins vegar kísil. Ál er að miklu leyti notað til að létta farartæki til að minnka mengun auk þess sem ál er líklega besti málmurinn í endurvinnslu. Aukin eftirspurn eftir kísilmálmi nú er vegna aukinnar notkunar á sólarsellum sem beisla sólarorkuna og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þessar verksmiðjur þurfa ekkert endilega að vera hér á landi en eftirspurnin eftir vörunni mun tryggja að þær rísa einhvers staðar í heiminum. Við höfum sem sagt val um frekari auðlindanýtingu og þurfum því að vega og meta kosti og galla frekari nýtingar. Hvað sem ákveðnir aðilar segja þá fylgir öllum virkjunum talsvert rask og hvað sem sumir segja þá skila virkjanir hellings tekjum í þjóðarbúið. Ekki verður t.d. falin sú staðreynd að í Hálslóni er nú vatn þar sem áður var þurrlendi og jafn erfitt er að breiða yfir þá stöðu að þjóðin á nú hundruð milljarða í Landsvirkjun þar sem áður var lítið sem ekkert.Hvað með ljótu línurnar? Hvað með ljótu línurnar sem flytja rafmagnið og skera munu hálendið í sundur? Þarf yfirleitt eitthvað að uppfæra þessar línur? Svarið er því miður ekki auðvelt út frá umhverfinu. Núverandi byggðarlína er fulllestuð víða. Þetta þýðir einfaldlega að þó að nóg sé til af orku þá er kerfið okkar með kransæðastíflu og kemur ekki nógu mörgum rafeindum t.d. til Akureyrar. Það má líkja þessu við mjólkurframleiðslu, það er nóg til af mjólkurlítrum en ef það yrði umferðarteppa á þjóðveginum þá væri ekki alltaf hægt að bjóða Akureyringum næga mjólk. Mjólkursamsalan á Akureyri er einmitt dæmi um fyrirtæki sem þarf að keyra á ósjálfbærri dísilolíu endrum og sinnum þegar raflínurnar anna ekki eftirspurn. Akureyri er frábær staður sem án efa mun eflast talsvert á komandi árum með tilheyrandi orkuþörf. Ef háspennulínur verða ekki uppfærðar er alltaf möguleiki að keyra bara dísilrafstöðvar á staðnum, en þær menga víst sem er jú slæmt fyrir bæ sem stefnir hraðbyri á kolefnishlutleysi. En þarf að fara yfir hálendið? Ekki endilega, Landsnet hefur lagt fram annan möguleika, þ.e. að hringtengja með fram ströndum. Málið er að þar eru líka ómetanlegar náttúruperlur alveg eins og á hálendinu. Hvernig veljum við á milli? Að grafa línurnar í jörð er vissulega möguleiki, en víða á Íslandi yrði meira óafturkræft rask vegna jarðstrengs en loftlínu. Það er sem sagt flókið að vera umhverfisvænn Íslendingur og því þarf að leggja fram staðreyndir og upplýsingar í stað þess að beita upphrópunum og alhæfingum. Eina leiðin er að kynna hvert verkefni fyrir sig með skýrum hætti líkt og Landsvirkjun gerir nú með mögulegan vindlund við Búrfell. Þar getur hver og einn skoðað áhrifin á metnaðarfullri vefsíðu án þess að þrýstihópar séu að matreiða áhrifin hver með sínu nefi. Þannig getur almenningur, eigandi auðlindarinnar, melt þetta og tekið ákvörðun. Þó að endanleg niðurstaða yrði að allt verði verndað eða virkjað þá er óskynsamlegt að mínu mati að taka einhverja skemmri skírn í þeirri ákvörðun án þess að grandskoða hvern virkjanakost fyrir sig á sínum forsendum. Svo verða flestir að sætta sig við að endrum og sinnum höfum við sterka og fullgilda skoðun á málum en meirihluti manna er einfaldlega á öndverðum meiði.Mynd/Sigurður Arnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er snúið að vera umhverfissinni af þeirri einföldu ástæðu að umhverfismál eru svo víðtæk og með óteljandi snertifleti. Þegar umhverfismál eru annars vegar eru málin því miður sjaldan bara svört eða hvít og við neyðumst til að takast á við grámann og óskýrleikann eftir bestu getu. Virkjanir og verksmiðjur eru eitt dæmið. Virkjanir eru oft risaframkvæmdir þar sem land fer undir vatn eða brennisteini er hleypt úr jarðhitageymum. Allar þessar virkjanahugmyndir eiga líka að knýja málmbræðslur sem puðra út úr sér gróðurhúsalofttegundum. Geta neikvæðu umhverfisáhrifin verið eitthvað skýrari? Reyndar er heildarmyndin flóknari en þetta því að nýjar virkjanir á Íslandi nota umhverfisvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að framleiða vörur á alþjóðamarkað sem einmitt bráðvantar vörur með mildara kolefnisspor. Til að gera myndina enn flóknari þá framleiða þessar málmbræðslur annars vegar ál og hins vegar kísil. Ál er að miklu leyti notað til að létta farartæki til að minnka mengun auk þess sem ál er líklega besti málmurinn í endurvinnslu. Aukin eftirspurn eftir kísilmálmi nú er vegna aukinnar notkunar á sólarsellum sem beisla sólarorkuna og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þessar verksmiðjur þurfa ekkert endilega að vera hér á landi en eftirspurnin eftir vörunni mun tryggja að þær rísa einhvers staðar í heiminum. Við höfum sem sagt val um frekari auðlindanýtingu og þurfum því að vega og meta kosti og galla frekari nýtingar. Hvað sem ákveðnir aðilar segja þá fylgir öllum virkjunum talsvert rask og hvað sem sumir segja þá skila virkjanir hellings tekjum í þjóðarbúið. Ekki verður t.d. falin sú staðreynd að í Hálslóni er nú vatn þar sem áður var þurrlendi og jafn erfitt er að breiða yfir þá stöðu að þjóðin á nú hundruð milljarða í Landsvirkjun þar sem áður var lítið sem ekkert.Hvað með ljótu línurnar? Hvað með ljótu línurnar sem flytja rafmagnið og skera munu hálendið í sundur? Þarf yfirleitt eitthvað að uppfæra þessar línur? Svarið er því miður ekki auðvelt út frá umhverfinu. Núverandi byggðarlína er fulllestuð víða. Þetta þýðir einfaldlega að þó að nóg sé til af orku þá er kerfið okkar með kransæðastíflu og kemur ekki nógu mörgum rafeindum t.d. til Akureyrar. Það má líkja þessu við mjólkurframleiðslu, það er nóg til af mjólkurlítrum en ef það yrði umferðarteppa á þjóðveginum þá væri ekki alltaf hægt að bjóða Akureyringum næga mjólk. Mjólkursamsalan á Akureyri er einmitt dæmi um fyrirtæki sem þarf að keyra á ósjálfbærri dísilolíu endrum og sinnum þegar raflínurnar anna ekki eftirspurn. Akureyri er frábær staður sem án efa mun eflast talsvert á komandi árum með tilheyrandi orkuþörf. Ef háspennulínur verða ekki uppfærðar er alltaf möguleiki að keyra bara dísilrafstöðvar á staðnum, en þær menga víst sem er jú slæmt fyrir bæ sem stefnir hraðbyri á kolefnishlutleysi. En þarf að fara yfir hálendið? Ekki endilega, Landsnet hefur lagt fram annan möguleika, þ.e. að hringtengja með fram ströndum. Málið er að þar eru líka ómetanlegar náttúruperlur alveg eins og á hálendinu. Hvernig veljum við á milli? Að grafa línurnar í jörð er vissulega möguleiki, en víða á Íslandi yrði meira óafturkræft rask vegna jarðstrengs en loftlínu. Það er sem sagt flókið að vera umhverfisvænn Íslendingur og því þarf að leggja fram staðreyndir og upplýsingar í stað þess að beita upphrópunum og alhæfingum. Eina leiðin er að kynna hvert verkefni fyrir sig með skýrum hætti líkt og Landsvirkjun gerir nú með mögulegan vindlund við Búrfell. Þar getur hver og einn skoðað áhrifin á metnaðarfullri vefsíðu án þess að þrýstihópar séu að matreiða áhrifin hver með sínu nefi. Þannig getur almenningur, eigandi auðlindarinnar, melt þetta og tekið ákvörðun. Þó að endanleg niðurstaða yrði að allt verði verndað eða virkjað þá er óskynsamlegt að mínu mati að taka einhverja skemmri skírn í þeirri ákvörðun án þess að grandskoða hvern virkjanakost fyrir sig á sínum forsendum. Svo verða flestir að sætta sig við að endrum og sinnum höfum við sterka og fullgilda skoðun á málum en meirihluti manna er einfaldlega á öndverðum meiði.Mynd/Sigurður Arnarsson
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun