Bíó og sjónvarp

Harrison Ford kom aðdáendum Star Wars á óvart

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikarinn Harrison Ford kom nokkrum aðdáendum Star Wars á óvart á dögunum og spjallaði við þau í gegnum Skype. Þá gaf hann einni konu ráð varðandi tilhugalíf hennar og bauðst til að kynna hana fyrir Chewbacca.

Tilgangur uppátækisins var að vekja athygli á nýrri góðgerðarmálaherferð sem framleiðendur Force Awakens og leikarar eru að vinna með Omaze. Leikarar myndarinn velja þá málstaði sem munu njóta góðs af herferðinni og þeir sem styðja hana geta unnið miða á frumsýningu myndarinnar í London.

Á meðan starfsmenn Omaze ræddu við aðila sem höfðu stutt góðgerðarstarfið birtist Ford á skjánum á óvæntan hátt og er óhætt að segja að viðbrögð fólksins séu mörg hver nokkuð fyndin.


Tengdar fréttir

Lést nokkrum dögum eftir að hafa séð Star Wars

Eiginkona Daniel Fleetwood náði til J.J. Abrams í gegnum samfélagsmiðla og fékk hann til að sýna Daniel ókláraða útgáfu af Force Awakens, áður en Daniel lést úr krabbameini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×