Bíó og sjónvarp

Google leyfir Star Wars-aðdáendum að velja á milli góðs og ills

Birgir Olgeirsson skrifar
Valið á milli góðs og ills getur reynst sumum erfitt.
Valið á milli góðs og ills getur reynst sumum erfitt. Vísir/Google

Google-fyrirtækið hefur opnað sérstaka Star Wars-síðu sem leyfir notendum sínum að velja á milli góðs og ills og veitir notendum aðgang að Star Wars-útgáfum á forritum og þjónustu Google.

Allt er þetta hluti af herferð Disney og Google fyrir frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens.

Google-notendur geta til dæmis sett upp viðmót á Chrome-vafranum sínum sem sýnir Star Wars-senu í hvert skipti sem nýr flipi er notaður. Þá er hægt að setja upp sérstakt Star Wars-þema á Gmail-inu sem breytir bakgrunni forritsins og sýnir geislasverð í hvert skipti sem forritið þarf að framkvæma þunga skipun.

Þá er einnig hægt að skipta út pinnanum í Google-maps fyrir stormsveitarmann.

Þeir sem hafa áhuga á þessu Google-viðmóti geta byrjað á að fara inn á google.com/starwars og valið á milli góðs og ills.

Google lofar uppfærslum fyrir frumsýningardaginn 17. desember og lofar að faldir glaðningar muni leynast þar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×