Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. nóvember 2015 15:40 Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, sagði Einar Guðfinnsson, forseti þingsins. vísir/daníel Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira